Skírnir - 01.01.1932, Page 171
Skirnir]
Nokkur islenzk handrit frá 16. öld.
165
menn með Einars Porleifssonar nafni eru kunnir á 17. öld:
bræðurnir E. Þ. á Múla á Skálmarnesi og E. Þ. í Skáleyj-
um (um 1600), E. Þ. Ásmundssonar (syðra) og E. Þ. frá
Tindum. ‘) Árni Magnússon fékk handritið hjá Jóni Vídalín,
en til hans var það komið frá Ingibjörgu Pálsdóttur á Eyri
í Seyðisfirði (vestra), dóttur síra Páls í Selárdal.1 2 3)
í 431 eru engin mannanöfn. Árni Magnússon eignaðist
það handrit frá »Mr. Gísla Jónssyni á Völlum«. Hver sá
Gisli er, verður ekki séð með vissu, en virðist illa geta
verið annar en sá, sem venjulega er kenndur við Máva-
hlíð, sonur Jóns biskups Vigfússonar. Árni kallar hann Mr.
og gefur með því í skyn, að hann sé meira en óbreyttur
almúgamaður, og einmitt þannig titlar hann annars Gísla
i Mávahlíð.a) Af vísu Gisla, sem tilgreind er í Sýslumanna-
ævum III, 163, sést að hann hefir eignazt með konu sinni
Mávahlíð og Velli, en þess er eigi getið, að hann byggi
annarsstaðar en á Reykhólum og í Mávahlíð.4)
Lengra verður að svo stöddu ekki komizt með þetta
niál. Það getur vel samrýmzt því, sem vér vitum um sögu
handritanna, að þau hafi upphaflega átt heima einhvers-
staðar fyrir vestan. Eitt er komið af Vestfjörðum, annað
frá Staðarhóli. Guðrún, föðuramma Bjargar, konu síra Ólafs
á Hofi, var kynjuð að vestan, dóttir Jóns Ólafssonar á
Svarfhóli í Laxárdal.5) Margrét, kona Gísla í Mávahlíð, var
af ætt Magnúsar prúða. Þau tvö handrit, sem komin eru
frá síra Ólafi og Gísla, geta þá verið að vestan.
Enginn efi getur leikið á því, að jafnmikil og vegleg
handrit eins og 510 og 713 og þó einkum 604 eru, munu
vera skrifuð fyrir auðmenn eða höfðingja. Sé nú þeirri til-
gátu haldið áfram, að Tómas Arason, sem 1548 bregður
fyrir vestur í Dýrafirði, sé skrifarinn eða nákominn skrifar-
1) Sjá um þessa menn í Sýslumannaævum II, 64, 186, — 67,
364, — IV, 400, 416, - 710.
2) Sjá um hana sama rit I, 378, II, 86, 221.
3) Sbr. Kálund: Katalog AM I, 284, 516.
4) Sjá um Gisla Sýslumannaævir II, 668, III, 163, 463.
5) Hann dó 1579, sbr. sama rit II, 329.