Skírnir - 01.01.1932, Qupperneq 172
166
Nokkur islenzk handrit frá 16. öld.
[Skirnir
anum, kynni það að vera ekki þýðingarlaust, að liann er
þar undir handarjaðri Eggerts Hannessonar. Þeim manni,
sem kvaddi vini sína með rímnaerindi, er hann fór alfarinn
úr landi, ‘) væri trúandi til að hafa látið skrifa sér rímnabók
á uppgangsárum sínum. Erindið, sem hann kvað, er úr
Völsungsrímum, sem hvergi hafa varðveitzt nema í 604.
Ragnheiður Eggertsdóttir giftist Magnúsi prúða, en af hon-
um voru komin Ingibjörg Pálsdóttir, Jón Magnússon maður
hennar og Margrét kona Gísla í Mávahlíð. Pétur Bjarnason
var ættaður frá Staðarhóls-Páli bróður Magnúsar. En tor-
velt er að rekja, eftir hverjum leiðum 713 gæti hafa bor-
izt austur í Vopnafjörð, ef það hefði forðum verið eign
Magnúsar prúða. Þess er vert að geta, að í 713 eru engin
kvæði eftir höfuðskáld þeirra Vestfirðinga á öndverðri 16.
öld, Hall prest Ögmundsson. En að vísu getur 713 fyrir því
verið skrifað vestra, t. d. ef sá, sem lét skrifa 713, hefir
átt kvæði Halls fyrir í annari bók.
Til marks um, hve óvíst þetta er, skal borið niður á
öðru landshorni. Ef handritin væri til orðin í námunda við
þá feðga Þorstein Finnbogason og Vigfús Þorsteinsson,
sýslumenn í Þingeyjarþingi,1 2) mætti skýra hugsanlegqn feril
þeirra. Vigfús átti son, sem hét Jón,3) og gæti þá verið sá
Jón Fúsason, sem nefndur er í 510. Björg, kona síra Ólafs
á Hofi, var komin af Vigfúsi Þorsteinssyni (ættin er: Vig-
fús — Magnús — Árni — Vigfús — Björg), Pétur á Staðar-
hóli sömuleiðis (ættin er: Vigfús — Ingibjörg — Þorbjörg —
Bjarni — Pétur) og Gísli í Mávahlið líka (ættin er: Vig-
fús — Þorbjörg — Gísli — Vigfús — Jón — Gísli). Jón Magn-
ússon, maður Ingibjargar Pálsdóttur, Ingibjörg sjálf og Mar-
grét, kona Gísla í Mávahlíð, voru komin af Jóni Magnús-
syni á Svalbarði. En það er kunnugt að minnsta kosti um
eina bók, Konungsbók Grágásar, að hún var í eigu Þor-
1) Safn til sögu ísl. I,
2) Þorsteinn dó 1553,
ævir I, 53, 68.
3) Sama rit I, 82—3.
700.
Vigfús
1603, sbr. um þá Sýslumanna-