Skírnir - 01.01.1932, Page 173
Skirnir] Nokkur íslenzk handrit frá 16. öld. 167
steins Finnbogasonar og komst síðan til Jóns á Svalbarði. ‘)
Allar þessar ágizkanir svífa í lausu lofti og ekki til neins
að halda þeim áfram nema til að hjálpa nýjum erroribus
á gang. Ættir manna, sem lifðu um aldamótin 1700, eru
orðnar allfjölgreindar, þegar dregur aftur um miðja 16. öld,
enda gátu handrit borizt milli manna á ýmsan annan hátt
en að erfðum.
Jón Þorkelsson hefir staðhæft um 713, að Brynjólfur
biskup hafi átt það,1 2) og um 604, að það hafi verið eign
Staðarhóls-Páls,3) en hvorugt er stutt með neinum rökum,
enda munu engin til vera. Líklega eiga þessar hugmyndir
rót sína að rekja til tilgáíunnar, að Jón biskup Arason hafi
skrifað þessi handrit. Ef svo væri, gæti Jón Þorkelsson hafa
búið sér til þá skoðun, að þau hefði komizt í hendur Stað-
arhóls-Páls með konu hans, Helgu Aradóttur, sonardóttur
Jóns biskups. Siðan hefði annað (604) orðið kyrrt á Staðar-
hóli, en hitt lent hjá Brynjólfi biskupi, dóttursyni Páls, og
frá honum borizt í eigu síra Ólafs Gíslasonar, sem Brynj-
ólfur biskup studdi til mennta og annars frama. Öll þessi
smíð hrynur þá um koll jafnskjótt og séð er að Jón bisk-
up á enga hlutdeild í þessum bókum.
Hér lendir allt í þoku og óvissu um það er lýkur og
vafasamt, hvort nokkurn tíma tekst að finna, hvaðan þau
handrit, sem þessi ritgerð fjallar um, eru upprunnin, eða
hver sá maður, sem skrifaði þau, var. Það eitt vitum vér,
að vér eigum honum framar nokkurum öðrum einstökum
manni að þakka varðveizlu íslenzkra miðaldabókmennta.
En hvað sem þessu líður ætti þessi rannsókn að hafa
leitt í ljós nokkurar ótvíræðar niðurstöður:
1. Öll handritin AM 510, 604, 713, 4to, og 431, 12mo,
eru skrifuð af einum og sama manni. Um þetta er allt til
stuðnings: stafagerð, frágangur, teikningar og ýmislegt sér-
kennilegt krot og fjas á spássíum.
1) ísl. fornbréfasafn I, 76 (Tímarit VI, 150).
2) ísl. fornbréfasafn VIII, 270.
3) Kvæðasafn, bls. 2.