Skírnir - 01.01.1932, Qupperneq 176
170
íslenzkur kveðskapur á síðara hluta 14. aidar. [Skírnir
menningu sjálfur eða láta aðra misjafnlega hæfa menn færa
sér hana heim. Verzlunin dregst úr höndum landsmanna,
en útlendingar taka við, og líkist framkoma þeirra siund-
um meira víkingu en friðsamlegum viðskiptum. Kirkjuvald-
ið færist í aukana og kirkjan drottnar yfir einkalífi manna
og sálum þeirra, en biskuparnir á þessum tímum allir út-
lendir bæði í Skálholti og á Hólum, og eins og kunnugt
er harla misjafnir að mannkostum og framferði. Við þetta
bætist, að mestalla 14. öldina var hin mesta óáran, og í
byrjun 15. aldar gekk hin ægilegasta drepsótt yfir landið,
sem nokkuru sinni hefir hingað komið, Svartidauði, er drap
að líkindum tvo þriðjunga landsfólksins.
Þegar á allt þetta er litið og þó fleira, sem hér verð-
ur að sleppa, kemur það sízt á óvart, þótt afturkippur
komi í þjóðhagi íslendinga á þessum öldum.
Eins og kunnugt er, er andlegt líf þjóðar mjög háð
ytri högum hennar. Æðri andleg menning heimtar óskipta
krafta og á þess vegna örðugt uppdráttar í íátæku landi.
Það er því engin tilviljun, að um leið og ytri hagur þjóð-
-arinnar versnar, hnignar líka til muna bókmenntum henn-
ar, sem eru hinn eini sýnilegi ávöxtur af andlegu lífi ís-
lendinga á fyrri öldum. Mest verður hnignunin í sagnarit-
uninni. Hin merkilega sagnaritun 13. aldarinnar, sem sam-
einar það tvennt, að segja rétt frá sönnum viðburðum og
segja svo frá þeim, að skemmtun sé að, greinist um 1300
í tvær stefnur, sem báðar leiða út í öfgar. Eru annálarnir,
sem eru aðeins þurrar viðburðaskrár, ávöxtur annarrar
stefnunnar, en riddarasögur, fornaldarsögur og œvintýri
ávöxtur hinnar, og getur hvorugt kallazt sagnaritun í
venjulegum skilningi orðsins. Eftir aldamótin 1300 er ekki
kunnugt um, að nokkur »klassisk« íslendinga saga sé rituð,
og einu sagnaritin frá 14. öld, er svo mega heita, eru
nokkurar biskupasögur, og er ein þeirra sérstaklega merk,
Lárentius saga.
Um kveðskapinn gegnir talsvert öðru máli; að formi
og kveðandi heldur hann að mestu leyti í horfinu, eða sú
grein hans, sem stendur á fornum merg, en hnignunin lýsir