Skírnir - 01.01.1932, Page 177
Skírnir] íslenzkur kveðskapur á siðara hluta 14. aldar. 171
sér einkum í þvi, hve yrkisefnin eru dæmalaust fábreytt,
svo sem sjá má af því, að frá öllum fyrra helmingi 14.
aldarinnar er ekki til eitt einasta samfellt kvæði veraldlegs
efnis, aðeins nokkurar lausavísur, sem ortar eru inn i sög-
ur og annað enn smálegra.
Á seinna hluta 14. aldar er um þrjár tegundir kveð-
skapar að ræða hér á landi, og eru þær allar nokkurn veg-
inn skýrt sundurgreindar. Er þar fyrst að telja helgikvœði,
sem halda þá óslitið áfram og áttu langan feril að baki
sér. En það merkasta við þetta tímabil er það, að þá koma
upp tvær nýjar tegundir kveðskapar, en það eru dansar
<>g hér um bil samtímis og upp úr þeim rímur. Hér á eftir
vil ég gera grein fyrir þessum þremur kveðskapargreinum
°g þróun þeirra í aðaldráttum, en fara verður fljótt yfir
sögu, því að rúmið er takmarkað.
II.
Vér litum þá fyrst á'þá kveðskapargrein, sem stóð á
gömlum merg við upphaf þessa tímabils, en það eru helgi-
kvœðin. Helgikvæðin eru önnur aðalgrein hinna fornu drótt-
kvæða og voru ort jafnhliða konungakvæðunum allt frá
dögum hinnar elztu kristni hér á landi. Þau eru beint
framhald af hinum heiðnu drápum um Þór, og svo ein-
kennilega vill einmitt til, að sá, sem orti hina síðustu Þórs-
drcipu, Eilífur skáld Guðrúnarson, orti einnig hina fyrstu
Kristsdrápu, en Kristur var hinn eiginlegi arftaki Þórs, sam-
kvæmt skoðunum og hugmyndum hinna heiðin-kristnu for-
feðra vorra. í broti þvi, sem varðveitt er af þessari fyrstu
Kristsdrápu, er komizt svo að orði:
Setbergs kveða sitja
sunnr at Urðar brunni
svá hefr ramr konungr remdan
Róms banda sik löndum (Skjaldedigtn. I. B, 144),
'°g blandast þar einkennilega saman heiðnar og kristnar
hugmyndir. Á 12. og 13. öld eru mörg góð helgikvæði ort.