Skírnir - 01.01.1932, Side 178
172 íslenzkur kveðskapur á síðara hluta 14. aldar. [Skírnir
Árið 1153 flytur Einar Skúlason hið mikla kvæði sitt, Geísla,.
í dómkirkjunni i Niðarósi í viðurvist þriggja konunga og
fylgdi því slíkur kraftur, að sagan segir, að kirkjan fylltist
af iimi meðan hann flutti kvæðið (Mork. 227). Frá þessum
öldum eru kvæði eins og Harmsól og Liknarbraut og síð-
ast en ekki sízt hið innblásna kvæði Sólarljóð, sem að
formi til sver sig ótvírætt í ætt við Eddukvæðin. Um helgi-
kvæðin er það yfirleitt að segja, að þau voru að formi til
alveg hliðstæð konungakvæðunum, ort undir sömu dýru
háttunum sem þau og með sams konar flúri skáldamáls
og kenninga og ort í launaskyni eins og þau. Þessar tvrær
greinir dróttkvæða skilur því í rauninni ekki annað en
yrkisefnin. En af skiljanlegum ástæðum, einkum breyttum
smekk manna á skemmtun við konungshirðirnar og vax-
andi greiningu tungnanna á Norðurlöndum, urðu helgi-
kvæðin miklu lífseigari. Konungakvæðin, sem ná að sumu
leyti hámarki sinu á 11. öld í kvæðum Sighvats og Arn-
órs, halda að vísu óslitið áfram til loka 13. aldar, en þar
með er saga þeirra á enda. Við hirð Eiríks konungs Magn-
ússonar (d. 1299) getur Skáldatal um fjögur skáld, en af
kvæðum þeirra er ekki til eitt einasta visuorð, og síðasta
hirðskáldið, Jón murti Egilsson, deyr 1320. Um aldamótin
1300 hverfa konungakvæðin úr sögunni, en helgikvæðin
verða síðan ein um hituna allan fyrra helming 14. aldar,.
og á því tímabili ná þau hámarki sínu í einhverju glæsi-
legasta helgikvæði, sem til er, Lilju Eysteins munks Ás-
grímssonar um 1340.
Á 14. öld var mikil rækt lögð við minningu Guðmund-
ar biskups góða; bein hans voru tvisvar upp tekin (1315
og 1344) og var það ætlun manna að fá hann tekinn í
helgra manna tölu. Þetta skýrir fyrir oss ástæðuna til þess,
að svo mörg kvæði eru ort um Guðmund biskup um þetta
leyti og saga hans færð í letur. Arngrímur ábóti Brands-
son, Einar lögmaður Gilsson og Árni ábóti Jónsson yrkja
öil kvæði sín, er varðveitt eru, um Guðmund biskup og
Þormóður prestur Ólafsson yrkir tvö kvæði um Aron Hjör-
leifsson, eflaust vegna þess, að hann var trúr fylgismaður