Skírnir - 01.01.1932, Síða 179
SkirnirJ íslenzkur kveðskapur á síðara hluta 14. aldar. 173
biskups og honum mjög handgenginn. En þar sem öll þessi
kvæði munu ort fyrir miðja öldina, skal þeirra ekki getið
hér frekar. Hins vegar skal ég minnast stuttlega á þau
helgikvæði, sem talin eru frá síðara hluta aldarinnar, en
um þau öll, nema raunar eitt, gildir það sama, að höfnnd-
þeirra eru gersamlega ókunnir. Kvæðin eru gefin út af
Finni Jónssyni í Den norsk-islandske Skjaldedigtning II.
bindi, A og B.
Meðal kvæða þessara verða fyrst fyrir oss kvæði um
Mariu mey: Maríudrápa, Maríugrátur og 4 kvæði, sem einu
nafni kallast Jartegnavísur um Maríu (Vitnisvísur og Maríu-
vísur 1—3). Mariudrápa er merkileg fyrir þá sök, að hún
■er fyrsta kvæðið, sem fjallar um guðsmóður eina. Efnið er
■almenn lofgerð. Mariugrátur er gott kvæði með hrynhend-
um hætti, þar sem guðsmóðir rekur píslarsöguna frá sínu
sjónarmiði. í næst siðasta erindi biður skálaið um kvæðis-
íaunin á þessa leið:
Bið ek þik, Kristr ok blessuð móðir,
bæði ykkr, at þetta kvæði
launið mér, er lífi týnig,
lærifaðirinn, statt þá nærri;
ítr leittu þá Jésús dróttinn
undan hörðum djöflafundi,
mun ek þá kjósa mærðar launin,
mína sál í gæzku þína.
■Jartegnavisurnar um Mariu (Vitnisvísur og Maríuvísur 1—3)
segja frá jartegnum, er gerðust fyrir trú á guðsmóður. Þær
eru eflaust allar ortar af sama manni, því að þær hefjast
með sams konar ávarpi, að guð er ákallaður í fyrsta er-
indi, en Andreas postuli í öðru. Til þess að gefa nokkura
hugmynd um kvæði þessi, skal ég skýra stuttlega frá efn-
inu í einu þeirra, Maríuvisum 3, sem er einna merkast af
þeim. Segir þar frá munki einum, er lifir syndsamlegu líf-
erni, en þess gætti hann þó jafnan að ákalla Maríu og
lesa henni helgar tíðir. Eina nótt ætlar hann að finna frillu
sina, en á yfir á að fara og drukknar þar; deyr hann með