Skírnir - 01.01.1932, Síða 180
174
íslenzkur kveðskapur á siðara hluta 14. aldar. [Skirnir
Maríuákall á vörunum. Koma þá djöflar og hirða sál hans
og jafnframt englar og segja, að María eigni sér sálina.
Eigi vildu djöflar við það kannast, og kemur þá María
sjálf og stefnir þeim fram fyrir son sinn. Þegar þangað
kemur, telja púkarnir upp syndir klerks og segja, að hann
hafi verið saurlífur og harðlyndur. En María tekur það
hins vegar fram, að hann hafi dáið með Ave María á vör-
unum og sjáist þau orð letruð á tungu hans. Láta djöflar
hann þá lausan, en María gefur honum aftur lif til þess að
hann geti bætt ráð sitt og lifað kristilegu líferni það sem
eftir var æfinnar.
Þá koma kvæði um postulana: Pétursdrápa og And-
reasdrápa og kvæði um alla postulana að Páli meðtöld-
um, Allra postula minnisuisur. Þær vísur hafa auðsjáanlega
verið notaðar til þess að mæla fram, er signd voru minni
postulanna á hátíðum eða messudögum þeirra. Vísur þess-
ar eru dróttkveðnar, en við hvert erindi er bætt tveimur
vísuorðum, er rima saman, t. d.:
Prýðir hér pall várn inni
Pétr með sínu minni, eða:
Gleði Jesús hér inni
Jóns postula minni, o. s. frv.
Þá koma tvö kvæði, Heilagra manna drápa og Heilagra
megja drápa. Hið síðarnefnda kvæði stælir Lilju allmikið.
Efni kvæðanna er frásögn af ýmsum helgum mönnum og
meyjum, er liðu píslarvættisdauða fyrir trú sína. Þá kemur
Katrínardrápa um Katrínu hina helgu, er var verndardýrðÞ
ingur ungra meyja í kaþólskum sið. í raun og veru er fulÞ
víst um nafn þess, er þetta kvæði orti, og ælti það því
ekki að teljast meðal kvæða ónafngreindra höfunda, þótt
útgefandinn (F. J.) hafi sett það þar. í 49. erindi biður
skáldið um kvæðislaunin á þessa leið:
Katrín bið ek, at Kálfi veiti
kvæðislaun, er hleypr en skæða
emjandi frá efsta dómi
öflug ferð með svörtum djöfli,