Skírnir - 01.01.1932, Page 181
Skírnir] íslenzkur kveðskapur á siðara hluta 14. aldar. 175
og í síðasta erindinu kallar hann sig á latínu vitulus vates,
þ. e. Kálfur skáld. í fyrsta erindi drápunnar nefnir hann
sig arfua hallz (þannig hdr.), þ. e. Hallsson. Höfundur
Katrínardrápu er því Kálíur skáld Hallsson, sami maður
sem orti Völsungsrimur hins óborna (sbr. dr. J. Þork.,
Digtningen, bls. 235—36). Því verður ekki neitað, að rím-
urnar eru skemmtilegri aflestrar en drápan, þótt hún sé aö
formi til miklu beíur ort. — Enn er ótalið kvæðisbrot eitt,
Gyðingsvisur, fornlegt kvæði með allmiklum kenningum.
Segir það frá jartegn við auðugan mann, sem gaf allar
eigur sinar.
Um sum þeirra kvæða, sem hér hafa verið talin, má
segja það, að þau kunna eins vel að vera frá fyrra helni-
ingi aldarinnar; um það verður ekki sagt með öruggri
vissu, og eins má kann ske gera ráð fyrir því, að rneðal
hinna fjölmörgu óprentuðu helgikvæða frá miðöldinni sé
nokkur frá síðara helmingi 14. aldarinnar. En hvað sem
um það er, má telja það fullvíst, að kvæði þessi gefi yfir-
leitt rétta hugmynd um, . hvernig íslendingar ortu helgi-
kvæði á þessu tímabili.
Eftir er nú að geta um það, hvernig helgikvæðunum
reiddi af í bókmenntunum. Um aldamótin 1400 klofna þau
í tvær kvíslir. Önnur heldur áfram í sarna anda og stefnu,
sem hin fornu helgikvæði allt til loka hins kaþólska tíma-
biis með skáldum eins og Jóni Pálssyni Maríuskáldi, Sig-
urði blind, Halli presti Ögmundarsyni og Jóni biskupi Ara-
syni. En jafnframt kemur upp eftir 1400 ný tegund helgi-
kvæða með léttum háttum og iausara formi og kennir þar
sumpart áhrifa frá hinu létta formi dansanna, en einkum
þó frá erlendum, þ. e. latneskum fyrirmyndum. Af slíkum
helgikvæðum frá 15. öld og fyrra hluta 16. aldar eru til
ógrynnin öll, svo að jafnast myndi við allt það, sem til er
af kveðskap íslendinga fram að þeim tíma, að því er kunn-
Ugir menn telja. Kvæði þessi eru því nær öll óprentuð enn,
en allýtarleg greinargerð um þau og sýnishorn af mörgum
þeirra er í doktorsritgerð Jóns Þorkelssonar: Om Digtnin-
9en paa Island i det 15. og 16. Aartuindrede, og vísast til
þess um kveðskap þenna.