Skírnir - 01.01.1932, Page 183
Skirnir] íslenzkur kveðskapur á siðara hluta 14. aldar. 177
írá í Sneglu-Halla þætti. Bendir þetta á suðræn áhrif og
þótt vér höfum eigi beinar sagnir af dansi, má gera ráð
íyrir, að hann hafi þá þegar verið farinn að tíðkast á
Norðurlöndum, því að skömmu eftir aldamótin 1100 er
hann orðinn algengur á íslandi, eins og brátt verður vikið
að. Á 12. öld höfum vér enn meiri sagnir af suðrænum
leikurum við hirðir konunganna og skal ég nefna tvö dæmi,
ðnnað frá Danmörku en hitt frá Noregi. Um miðja öldina
kom Einar prestur Skúlason til Danmerkur og orti kvæði
um Svein konung Eiríksson, en var engu launað kvæðið.
Orti Einar vísu um þetta og má af henni sjá, að hann
telur konunginn meta meira leikarana við hirð sína en
skáldin:
Ekki hlaut af ýtrum
Einarr gjafa Sveini,
öld lofar öðlings mildi
æðru styggs, fyr kvæði;
danskr harri metr dýrra,
dugir miðlung þat, fiðlur,
ræðr fyr ræsis auði
Ripa-Úlfr, ok pípur (Skjaldedigtn. I. B, 455).
Árið 1184 var Máni skáld íslendingur við hirð Magn-
áss konungs Erlingssonar i Noregi og voru þá trúðar og
leikarar við hirðina; orti Máni um þá tvær vísur og er
önnur á þessa leið og sýnir, að honum hefir verið lítið um
þessa skemmtanamenn konungs gefið:
Gígja syngr, þars ganga
grípa menn til pípu,
færa fólsku stóra
fram leikarar bleikir;
undr’s, hvé augum vendir
umb sás þýtr í trumbu;
kníðan litk á kauða
kjapt ok blásna hvapta (Skjaldedigtn. I. B, 520).
12