Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 184
178 íslenzkur kveðskapur á síðara hluta 14. aldar. [Skírnir
Eftir því sem lengra líður fram virðast leikarar þessir
sem eflausí hafa verið meðal þeirra, er fluttu dansana til
Norðurlanda, ná fastari ítökum við hirðir konunganna að
sama skapi sem dróttkvæðunum hnignar og smekkurinn
breytist.
Hvenær dansarnir hafa borizt til íslands verður ekki
sagt með vissu, en um aldamótin 1100 hafa þeir verið
orðnir mjög almennir hér á landi, eins og sést af frásögn
Jóns sögu helga (Bisk. I. bls. 237), en þar segir svo:
»Leikr sá var kærr mönnum, áðr en hinn heilagi Jón varð
biskup, at kveða skyldi karlmaðr til konu í dans blautlig
kvæði ok regilig, ok kona til karlmanns mansöngsvísur;
þenna leik lét hann af taka ok bannaði styrkliga. Man-
söngskvæði vildi hann eigi heyra, né kveða láta, en þó
fékk hann því eigi af komit með öllu.« Jón helgi varð
biskup á Hólum 1106, eins og kunnugt er; það mun og
rétt, sem sagan tekur hér fram, að Jóni biskupi hafi ekki
tekizt að koma af dönsunum. í hinu fræga brúðkaupi á
Reykjahólum 1119 er þess getið, að dansleikar væri með-
al annars hafðir til skemmtunar og síðan er víða getið um
dans í Sturlungu og Biskupasögum, og er óþarft að rekja
það hér. En af þessum fornu dönsum eru nú ekki til nema
tveir, báðir varðveittir í Sturlungu, og skulu þeir tilfærðir
hér til þess að gefa hugmynd um efni þeirra og búning.
Um sumarið 1221 eftir að Loftur biskupsson hafði veg-
ið Björn Þorvaldsson, treystist hann eigi til þingreiðar, en
fór út i Vestmannaeyjar og dvaldist þar um hríð, en Sæ-
mundur frændi hans í Odda reið að heiman, er hann
spurði liðsdrátt Þorvalds í Hruna, og vissu fáir, hvar hann
hafðist við. Þá var þetta kveðið:
Loptr er í Eyjum,
bítr lunda bein.
Sæmundr er á heiðum
ok etur berin ein (Sturl. I. 348; útg. Kálunds).
Hinn dansinn eða dansbrotið er varðveitt í sambandi við
frásögnina af því, er Gissur jarl flutti Þórð Andrésson nauð-