Skírnir - 01.01.1932, Side 185
Skirnir] íslenskur kveðskapur á siðara hluta 14. aldar. 179
ugan með sér til Þrándarholts árið 1264 og lét taka hann
af lífi. Á leiðinni þangað ræddi Þórður við mann nokkurn
og spurði sá Þórð, hvað hann ætlaði, að um þá félaga
myndi verða. , Ek mun drepinn verða“, segir Þórðr, ,,en
bræðr mínir munu fá grið“. Ok þá hrökti Þórðr hestinn
undir sér ok kvað dans þenna við raust:
Mínar eru sorgir
þungar sem blý« (Sturl. II. 316).
Af þessum leifum getum vér ekki ráðið annað um efni
hinna eldri dansa, en að þeir hafi ýmist verið keskivísur
um ýmsa menn eða þá lýst innra hugarstríði, einkum ást-
um og ástarhörmum. Þetta svarar líka bezt til þess, sem
vér vitum um efni slíkra kvæða og vísna síðar á öldum
og frásögnum um dansana. Sú skoðun mun nú helzt uppi
um hina eldri dansa, að þeir hafi aðeins verið einstakar
visur, en ekki kvæði, og ætti eftir því helzt að svara til
lausavísna nú á dögum. Hitt mun vafalaust, að hin svo
nefndu viðlög yngri dansanna eru sum komin frá eldri
dönsunum, því að venjulegast eru viðlögin sýnilega eldri
en kvæðin sjálf, betur kveðin og meiri skáldskapur. Gildi
hinna eldri dansa verður þá fólgið í því annars vegar, að
þeir hafa áhrif á yngri dansana og skila yfir til þeirra
fornum viðlögum, en hins vegar í því, að þeir verða ásamt
yngri dönsnnum fyrirmynd hinna elztu rímnahátta eins og
síðar verður nánara á vikið.
Urn það hafa verið nokkuð skiptar skoðanir, hvenær
hinir yngri dansar taka að flytjast til íslands. Eins og kunn-
ugt er, eru dansai þessir flestallir erlendir að uppruna og
að efni og hefir þeim verið snarað á íslenzku af alþýðu
manna, oft að því er virðist óundirbúið og af munni fram.
Tiltölulega fáir af dönsunum eru frumortir á íslandi og
ekki er til nema einn dans um innlent efni, svo að full-
vist sé (sbr. þó ritgerð mína um Gauk Trandilsson í Skírni
1931, bls. 167—68). í danskvæðum nágrannalandanna má
því oftast nær finna fyrirmyndir hinna íslenzku dansa og
hafa menn út frá þeirn rannsóknum reynt að ákveða, hvað-
12*