Skírnir - 01.01.1932, Síða 186
180 íslenzkur kveðskapur á síðara hluta 14. aldar. [Skirnir
an dansarnir hafi flutzt til íslands og jafnframt á hvaða
tíma. Finnur Jónsson heldur því fram, að dansarnir sé hing-
að komnir frá Danmörku, en af því leiðir hitt, að þeir hafa
ekki farið að berast hingað að neinu marki fyrr en á 15.
öld, því að þá fyrst hefjast veruleg viðskipti milli íslend-
inga og Dana. Á hinn bóginn hefir Knut Liestöl, sem er
mjög lærður maður í þessari grein jtjóðfræða, sýnt fram á
það með Ijósum rökum um suma af dönsunum, að þeir sé
komnir til íslands frá Noregi, en það hefir aftur áhrif á
tímasetningu þeirra, því að fyrir og um 1400 taka viðskipti
íslendinga og Norðmanna mjög að minnka. Og þegar tekið
er tillit til þess, að dansarnir voru þegar komnir í almætti
sitt hvarvettna um Norðurlönd um miðja 14. öld, mun það
fara sanni næst að gera mólamiðlun nokkura milli þeirra
F. J. og Liestöls og telja, að dansarnir hafi farið að flytj-
ast hingað um eða litlu eftir miðja 14. öld, fyrst framan
af einkum frá Noregi, en siðan, er kom fram á 15. öldina,
frá Danmörku.
Hinir íslenzku dansar eru gefnir út í tveimur bindum
af Svend Grundtvig og Jóni Sigurðssyni, Khöfn 1854—85,
undir nafninu Íslenzk fornkvœði, alls 66 kvæði. Eins og
gefur að skilja, er hér hvorki tími né ástæða til að fara
út í einstök kvæði, enda er í flestum dæmum erfitt að
skera úr því um einstök kvæði, hvort telja beri þau til
síðara hluta 14. aldar eða frá 15. öld. Hitt vil ég leitast
við að lýsa stuttlega einkennum þessa kveðskapar.
Þegar þess er gætt, að dansarnir eru til orðnir á al-
þýðuvörum, venjulega að því er ætla má, mæltir af munni
fram við dans, verður það skiljanlegt, að form þeirra er
ákaflega laust, hættirnir oftast óreglulegir, stuðlasetning og
höfuðstafa óregluleg og rímið ófullkomið. Þetta sést bezt
með því að taka dæmi úr dönsunum sjálfum. Ég skal til-
færa t. d. fyrstu erindin úr kvæði af Ólafi liljnrós, sem er
nálega hið eina af þessum kvæðum, sem hvert mannsbarn
á íslandi kannast við enn í dag: