Skírnir - 01.01.1932, Page 187
Skírnir] íslenzkur kveðskapur á siðara hluta 14. aldar.
181
Ólafur reið með björgum fram,
hitti fyrir sér álfa rann.
Þar kom út ein álfamær,
gulli snúið var hennar hár.
Þar kom út hin önnur,
hélt á silfurkönnu, o. s. frv.
I öllum þessum erindum eru venjulegar íslenzkar bragregl-
ur meira og minna brotnar, stuðlasetningar og höfuðstafa
ekki gætt og rímið ófullkomið, rann rímar við fram, hár
við mœr o. s. frv. í sumum dæmum er hvort visuorð sér
um stuðla, t. d :
Móðir, Ijáðu mér mjúka sæng,
systir, Ijáðu mér síðuband,
en í þessu virðist engin föst regla. Háítur sá, sem er á
kvæðinu af Ólafi liljurós og mörgum fleiri kvæðum, þ. e.
tvö visuorð, virðist vera frumháttur þessara dansa, en í
nokkurum kvæðum kemur frarn reglulegur ferskeyttur hátt-
ur að öðru leyti en því, að stuðla vantar. Sem dæmi má
nefna þessar vísur úr kvæði af Knúti i Borg:
Einskis þykir mér vert um það,
þó ég eigi að deyja:
það þyki -mér allra verst,
að, Kristín, þú ert meyja.
Hún gekk sig á grafarbakka,
sem Hnútur lá undir steini,
sorgfullt hjarta að hún bar,
það varð henni að meini.
Með þessum hætti eru ort nokkur kvæði, eins og Ólafs-
visur, Riddarakvœði o. fl., og má líta á hátt þenna sem
millilið milli dansa og rímnahátta, ferskeytlunnar, og verð-
ur þess nánara minnzt í sambandi við rímurnar. — í sam-
bandi við þetta rímleysi dansanna ber einnig að minnast
á málið á þeim. Það er að vísu víða blæfagurt og þýtt,
en er þó helzti óvandað á köflum, dönsk orð tekin upp