Skírnir - 01.01.1932, Page 189
Skírnirj íslenzkur kveðskapur á siðara hluta 14. aldar. 183
Svanurinn syngur víða,
alla gleðina fær,
blómgaður lundurinn í skógi grær (Bóthildarkvœði).
Fagurt syngur svanurinn
um sumarlanga tíð (Draamkvceði).
Skipin liggja hér við sand,
þar er á fjöldi karla,
dagur fagur prýðir veröld alla (Systkinakvceði).
Þetta verð ég að láta nægja, þótt mörgu sé sleppt, sem
ætti skilið að vera tekið með.
Þess er áður getið, að dansarnir sé frumortir á dönsku
eða norsku og lauslega snarað á islenzku. Nokkur kvæði
munu þó vera frumort hér á landi og meðal þeirra það
kvæði, sem ber af öllum dönsunum að ljóðfegurð og skáld-
legri meðferð, en það er Tristramskvceði, sem flestir munu
kannast við. Önnur kvæði, sem frumort munu á íslandi,
eru Gunnbjarnarsonakvceði, Ólafsvísur og Karla-Magnúsar-
kvœði. En öll eru kvæði þessi um útlend efni, eins og hinir
innfluttu dansar. Hér við bætist enn kvæði eitt, sem er
eini heili dansinn, sem til er unríslenzkt efni, en það er
Gunnarskvœði unr Gunnar á Hlíðarenda og samtal þeirra
Hallgerðar, er hann biður hana um hárlokk í bogastreng
sinn. Kvæðið er heldur óskáldlegt og mun vera meðal
hinna yngstu dansa.
Eftir er nú að skýra stuttlega frá örlögum danskvæð-
anna hér á landi. Síðara helming 14. aldar og alla 15. öld-
ina eru dansarnir að berast til Islands, en þegar kemur
fram yfir 1500 fer mjög að draga úr innflutningi þeirra.
Einmitt um það leyti kemur upp ný tegund danskvæða,
vikivakarnir, sem keppa við dansana og eru lengi vel not-
aðir jöfnum höndum við dans. Það sem skilur með döns-
unum og vikivökunum er fyrst og fremst það, að íslend-
ingar ortu vikivakana sjálfir, en fengu danskvæðin að láni.
Hið lausa form og reglulausa rím dansanna hefir eflaust
■aldrei náð hylli almennings og því koma vikivakakvæðin