Skírnir - 01.01.1932, Page 190
184 íslenzkur kveðskapur á siðara hluta 14. aldar. |Skírnir
fram; eru þau miklu reglulegar ort, stundum jafnvel dýrt
kveðin, en jafnframt lánuðu þau viðlögin frá dönsunum,
ýmist sjálf viðlög dansanna eða ný voru ort. Dansarnir
voru þó sungnir jafnframt vikivakakvæðunum lengi fram
eftir öldum, jafnvel fram á 18. öld. Það er óefað mál, að
dansarnir hafa haft talsverð áhrif á Ijóðsmekk þjóðarinnar,
þó að þeir yrði að lúta í lægra haldi fyrir þjóðlegra kveð-
skap. En um þá baráttu verður ekki rætt hér; er það hvort-
tveggja, að það yrði alltof langt mál og eins hitt, að slík
frásögn heyrir frekara til öðru tímabili í bókmenntunum.
IV.
Ég kem nú að þriðja þættinum í kveðskap þessa tíma-
bils, rimanum, þeirri nýung, er hafa skyldi hin mikilvæg-
ustu áhrif á menningu og andlegt líf þjóðarinnar í margar
aldir. Jafnvel þótt í öllum hinum mikla sæg eldri og yngri
rímna sé naumast hægt að benda á eitt einasta listaverk,
urðu rímurnar engu að síður hið drýgsta meðal til uppeldis
þjóðarinnar og íslenzk tunga á síðari öldum á þeim ef til
vill meira að þakka en nokkurn grunar. Rímurnar verða
því að teljast langmerkasta nýjungin í kveðskap miðaldar,
og það er einmitt á því tímabili, sem hér ræðir um, síðara
hluta 14. aldar, sem fyrstu rímurnar eru ortar. Því er ástæða
til að gera hér nokkura grein fyrir upptökum rímnanna og
lýsa því stuttlega, sem einkennir þær á þessu bernsku-
skeiði sínu.
Um það eru skiptar skoðanir, hver sé uppruni hins
elzta rímnaháttar, ferskey-tlunnar. Sumir halda því fram
(t. d. Guðbr. Vigf. og Finnur Jónsson), að ferskeytlan sé
mynduð eftir latneskum vísum og færa vísur eins og þess-
ar til dæmis:
Mihi est propositum
in taberna mori,
vinum sit appositum
morientis ori,