Skírnir - 01.01.1932, Page 191
185
Skirnir] íslenzkur kveðskapur á síðara hluta 14. aldar.
eða vísur á borð við þessa úr gömlum Þorlákstíðum:
Docent digna merita
insignis thoriaci
se nos vite semita
duxisse ueraci.
Þessar vísur eru að vísu ortar með ferskeyttum hætti og
þótt því verði ekki neitað, að þessir latnesku hættir kunni
að hafa haft einhver áhrif, liggur hitt þó miklu nær, að
leita upptaka ferskeytlunnar í innlendum kveðskap, enda
vantar þar ekki fyrirmyndir. Nokkurir (t. d. Th. Wisén og
dr. Jón Þorkelsson) hafa leitt hana af hinum forna run-
henda hætti með dæmi fyrir augum eins og 91. er. í Hátta-
tali Snorra:
Þiggja kná með gulli glöð
gotna ferð at ræsi | mjöð,
drekka lætr hann sveit at sín
silfri skenkt hit gamla | vín, o. s. frv.
Auk þess, sem háttur þessi er regluleg stafhenda, sem er
algengur rímnaháttur, kemur fram regluleg ferskeytla, ef
síðasta atkvæði í jöfnu vísuorðunum er sleppt. En enn
aðrir hafa rakið upptök ferskeytlunnar beint til dansanna
°g þegar á allt er litið verður sú skýring eðlilegust og
liggur beinast við. Ef vér athugum vísu þessa, sem áður
er tilfærð úr hinum eldri dönsum:
Loptr er i Eyjum,
bítr lunda bein.
Sæmundr er á heiðum
ok etr berin ein,
verður ekki sagt, að langt stökk sé til réttrar ferskeytlu,
ef vísan væri fullrímuð, enda er hún elzta dæmi um vixl-
r>m i íslenzkum kveðskap. Hættir sumra hinna yngri dansa
standa þó miklu nær ferskeytlunni og í nokkurum þeirra
er ferskeytlan fullmynduð að öðru leyti en því, að stuðla^
setningu vantar, eins og sést af þessu dæmi úr Ólafs visum: