Skírnir - 01.01.1932, Page 192
186
íslenzkur kveðskapur á síðara hluta 14. aldar. |Skírnir
Ólafr kóngr Haraldsson,
hann gefi oss sigr og tíma,
svo aö ég hafi djörfung til
um aðferð hans að ríma,
sem vér getum borið saman við hátt hinnar elztu ríinu,
Ólafs rímu Einars Gilssonar, sem byrjar þannig:
Ólafr kóngr örr ok fríðr
átti Nóregi at ráða;
gramr var æ við bragna blíðr,
borinn til sigrs ok dáða.
Munurinn er ekki annar en sá, að í rímunni er rétt stuðla-
setning og höfuðstafa og lokarím einnig í ójöfnu vísu-
orðunum.
Það, að frumháttur rímnanna, ferskeytlan, sé beinlínis
þroskuð upp úr dönsunum, fær og öflugan stuðning á ann-
an hátt, þá er þess er gætt, að rímurnar voru upphaflega
sungnar við dans jafnhliða sjálfum danskvæðunum, og eru
fjölda margir vitnisburðir um það í rimunum sjálfum. AÞ
kunnugt er dæmi þetta úr Sörlaiímum, mansöng 1. rímu,
7.—8. erindi:
Því má ég varla vísu slá,
veit ég það til sanns;
þegar að rekkar rímu fá
reist er hún upp við dans.
Gapa þeir upp og gumsa hart
og geyma varla sín;
höldar dansa harla snart,
ef heyrist vísan mín.
Þess eru og nokkur dæmi, að rímurnar kalli sig beinlír>lS
dansa, sbr. t. d. Griplur I, 8. erindi:
Versa ég aldri um vífa krans
af Veneris látum neinum,
færum heldur firðum dans
af fróðum sagna greinum.