Skírnir - 01.01.1932, Síða 193
Skirnir] íslenzkur kveðskapur á síðara hluta 14. aldar. 187
Orðið ríma táknar líka upphaflega danskvæði og helzt sú
nierking enn í færeyskum kvæðum. En af þvi, sem hér
hefir stuttlega verið rakið og af öðrum fleiri rökum, virð-
ist það sennilegast, að rímurnar sé beinlínis sprottnar upp
úr jarðvegi danskvæðanna, af þörf íslendinga til þess að
skapa kveðskap sínum hentugan, þjóðlegan búning við sitt
hæfi og í samræmi við kröfur málsins, sem var margþjálf-
að og æft til þrautar í hinum formföstu dróttkvæðum um
thargar aldir. Dansarnir fullnægðu íslendingum ekki, vegna
þess að þeir voru allt of formlausir og gerðu allt of væg-
ar kröfur til orðsins listar, sem íslendingar hafa jafnan í
íremsta heiðri haft. Og því tóku þeir upp rímnakveðskap-
'nn, og opnuðu sér þannig nýja leið, að smekk samtíðar-
innar, til þess að leika sér að erfiðum háttum, torskildum
kenningum og dýru rími, og áður en langt leið, urðu rím-
urnar, sem höfðu dansana til fyririnyndar í fyrstu, hinir
eiginlegu og réttu arfþegar dróttkvæðanna og hins forna
skáldamáls.
Að þessi verður stefna rímnanna, lýsir sér bæði í hin-
um afar fjölbreytilegu háttum þeirra og málinu á þeim, er
fram líða stundir. Hvílík fjölbreytni var á háttum rímnanna,
fá rnenn skjótt hugmynd um með því að kynna sér rit séra
Helga Sigurðssonar, Safn til bragfrœði islenzkra rimna;
það má næstum því segja, að tilbreytnin sé óendanleg og
flestar miða þessar tilbreytingar að því að gera háttinn
erfiðari, leggja skáldunum nýjar bragþrautir á herðar. Allir
finna, hversu erfiðara það er að yrkja hringhendu eða sléttu-
bönd en óbreytta ferskeytlu, og eru þó þeir hættir báðir
ekkert annað en afbrigði ferskeytlunnar. Enginn þarf að
*tla, að hann geti komið meira efni fyrir t. d. í hring-
hendunni, en það krefur meiri orðsnilldar og hagmælsku
að yrkja hringhendu en óbreytta ferskeytlu. Þetta fundu
skáldin fljótt og létu því einskis ófreistað að finna upp
nýja hætti og ný afbrigði, enda hafa þau í því efni kom-
izt svo langt, nálega, sem unnt er að komast. Á þessu
hafa rímnaskáldin byrjað mjög snemma, því að í hinum
elztu rímum frá 14. og 15. öld er fjölbreytni háttanna