Skírnir - 01.01.1932, Síða 194
188 íslenzkur kveðskapur á síðara hluta 14. aldar. [Skírnir
þegar orðin ótrúlega mikil. En um leið og skáldin gerðu
sér þannig örðugra fyrir, þurftu þeir á meira orðaforða og
skáldamáli að halda, alveg á sama hátt sem átt hafði sér
stað áður á öldum um dróttkvæðaskáldin. Það verður því
nokkurn veginn jafn snemma, að rímnaháttunum fjölgar og
skáldin taka að sækja mál og kenningar í dróttkvæði og
Eddu, en við það fjarlægjast rímurnar meira og meira fyrir-
mynd sína, dansana, en nálgast að sama skapi hinn forna
kveðskap og taka við af honum.
Eitt af því, sem telja má með aðaleinkennum rímn'
anna, eru mansöngvarnir. í hinum allra elztu rímum eru
engir mansöngvar, svo sem í Ólafsrinui Einars Gilssonar,
Völsiingarimum Kálfs skálds, Þrymlnm o. fl., eða mjög
ófullkominn visir til mansöngva, svo sem i Úlfhamsrimum,
Lokrum, Þrœndlum o. fl. En brátt hefir sú venja tekizt að
láta mansöng fylgja hverri rímu og verður það síðan ófrá-
víkjanleg regla. Upptök mansöngvanna er án efa að rekja
beint til danskvæðanna. Þegar rímurnar taka að hallast í
áttina til hins forna skáldskapar og taka upp kenningar og
dýrt form, mynda þær smám saman andófsstefnu gegn
hinum erlendu danskvæðum. Og þá taka rímnaskáldin upp
þá aðferð að vega að dönsunum með þeirra eigin vopn-
um. Mansöngvarnir eru einmitt oftast nær sama efnis sem
dansarnir, um ástir og viðhorf skáldsins til kvenþjóðar-
innar. Með því að taka þenna kveðskap upp í rímurnar,
var dönsunum orðið ofaukið, þeirra eigin vopn notuð á
móti þeim. Hin elztu rímnaskáld, sem tóku upp á því að
yrkja mansöngva, beittu því nákvæmlega sömu bardaga-
aðferðinni gegn dönsunum, sem Guðbrandur biskup reyndi
síðar að beita gegn rímunum, þótt sú alkunna tilraun hans
bæri lítinn árangur. Að því er upptök mansöngvanna snertir
má ennfremur benda á það, að í hinum fornu dróttkvæð-
um byrjar skáldið ósjaldan með stuttum persónulegum inn-
gangi. í upphafi Rekstefju biður Hallar-Steinn t. d. konurnar
að hlýða kvæði sínu og Júmsvíkingadrápa Bjarna biskups
Kolbeinssonar byrjar með inngangi, er fjallar um ástir
skáldsins og raunir hans í þeim efnum.