Skírnir - 01.01.1932, Qupperneq 195
Skirnir] íslenzkur kveðskapur á síðara hluta 14. aiaar. 189
Hinar elztu'rimur frá 14. öld og fyrra hluta 15. aldar
eru nú prentaðar í Rimnasafni I—II, gefið út af F. J, Kh.
1905—1922; eru þar alls 32 ■rímnaflokkar, en mikið er enn
óprentað af rímum, er ortar voru fyrir siðaskipti. Af hin-
um elztu rímum, sem prentaðar eru í Rímnasafni eru mjög
fáar eftir nafngreind skáld og er því mjög erfitt að tima-
Setja þær með verulegri nákvæmni, t. d. hvort ákveðin
Tínia sé ort rétt fyrir eða rétt eftir 1400. Af rímum er telja
áiá eftir nafngreind skáld ber að nefna þrennar, er ætla
niá, að ortar sé fyrir 1400. Er þar fyrst að telja Ólafsrimu,
um Ólaf konung helga, er orti Einar Gilsson lögmaður
(1367—1369). Er hún almennt talin elzta ríman, sem til er.
bá eru Völsungarimur, er Kálfur skáld orti, sá hinn sami,
Sem orti Katrínardrápu og áður var getið, og loks Hjálm-
Þésrímur, sem Jón lærði eignar Indriða kopar eða kópa,
Sem kemur við bréf 1382 (sbr. Kvæðasafn, bls. 1—4). Fleiri
bmur skal ég ekki nefna hér, enda þótt benda megi á
fleiri, sem ætla má, að sé frá 14. öld.
Um feril rímnanna í islenzkum bókmenntum þarf ekki
að fjölyrða, því að hann er öllum kunnur. Svo virðist
nsestum sem íslendingar hafi tekið himin höndum, er þeir
fundu upp á því að yrkja rímur, slíku ástfóstri tóku þeir
við þær. Kunnugir menn gizka á, að alls muni vera til
um 700 rímnafiokkar, þar af um 100 eldri en 1600, nálægt
100 frá 17. öld og hitt allt frá 18. og 19. öld og má af
því marka, að aldrei hefir verið ort meira af rímum en
Jvær síðast liðnar aldir. Orsakirnar til þessarra dæmafáu
vinsælda rímnakveðskaparins er þó engan veginn hægt að
fekja til þess, hve mikinn skáldskap eða list þær hafi að
geyma, því að allur þessi kveðskapur má heita ein flat-
ueskja frá upphafi til enda; miklu fremur verður að líta
svo á, að vinsældir rímnanna hafi stafað af þvi, að þær
svöluðu fróðleiksfýsn alþýðu og fluttu henni skemmtandi
söguefni í þeim búningi, sem bezt hæfði smekk hennar.
En um leið og sá smekkur breyttist voru dagar rímna-
^veðskaparins þegar taldir, og nú yrkir enginn maður rím-
Ur, nema sér til gamans eða af rækt við minningu kveð-