Skírnir - 01.01.1932, Page 196
190 íslenzkur kveðskapur á siðara hluta 14. aldar. [Skirnir
skapargreinar, sem áður var í miklum metum með þjóðinni,
en nú er undir lok liðin. En þótt nú sé svo komið, að
rímnakveðskapurinn heyri fortíðinni til, rnega menn ekki
gleyma því, er þeir leggja dóm á rímurnar, að þær hafa
haft geysi-mikil áhrif á uppeldi og menningu þjóðarinnar
í fullar 5 aldir og stuðlað mikillega að því að varðveita
samhengið í bókmenntunum og þó einkanlega í málinu sjálfu.
Að lokum skal getið eins kvæðis frá síðara liluta 14.
aldar, sem er einstakt í sinni röð, með því að það er hið
eina sögulega kvæði, sem vér viturn til að ort hafi verið
um samtímaviðburð á ísla-ndi frá því á 13. öld og þangað
til á 16. öld. Kvæði þetta er visur Snjólfs, sem er með
öllu óþekktur nema að nafni, um Grundarbardaga árið 1362,
þar sem þeir Smiður hirðstjóri og Jón skráveifa voru
drepnir. Kvæðið hefir að geyma lýsingu á bardaganum;
er það vel ort, undir runhendum hætti. Það er varðveitt í
Flateyjarannál og er hið eina kvæði, sem til er í islenzk-
um annálum.
Hér hefir nú verið lýst meginþáttunum í kveðskap
íslendinga á siðari hluta 14. aldar. Á þeim tíma eru að
vísu ekki ort nein kvæði, er talizt geta til beinna lista-
verka, en þó verður því ekki neitað, að íslendingar kunnu
vel að yrkja um þetta leyti, og standa helgikvæðin þar
fremst, enda áttu þau sér langa sögu að baki og höfðu
náð fullum þroska löngu áður en hér var komið. En merki-
legast er þetta tímabil fyrir hinar nýju kveðskapargreinir,
er þá spruttu upp, sérstakega rímurnar, sem áttu fyrir
höndum langt líf og einkennilegan þroska og tóku upp
mikið rúm í andlegu lífi þjóðarinnar í fullar 5 aldir. A
síðara hluta 14. aldar er því sem mætist tvennir tímar,.
hinn gamli og hinn nýi. Þar er sjónarhóll, er gefur útsýn
yfir andlegt lif þjóðarinnar í fortíð og framtið; þar er á-
fangastaður, þar sem vegfarandinn hlýtur að staldra við til
þess að átta sig, gera sér grein fyrir leiðinni að baki og,
skyggnast í áttina fram á veginn.