Skírnir - 01.01.1932, Síða 198
192 Um lok þrældóms á íslandi. [Skírnir
lendinga saga I. 236—237; þar er yfirlit yfir tölu iand-
námsmanna í öllum sýslum). Það er því langt frá, að Land-
náma veiti oss nokkra hugmynd um, hve fjölmenn lands-
byggðin hafi veriö í lok landnámsaldar, og því síður verður
nokkuð af henni ráðið um talnahlutfall milli stéttanna í
landinu, t. d. milli húsbænda og hjúa.
Hins vegar hafa sumir fræðimenn haldið, að íslend-
ingabók Ara hins fróða veitti nokkra fræðslu um íbúatölu
á íslandi kringum 930. Hann kemst svo að orði í 3. kapí-
tula bókar sinnar: »svá hafa ok spakir menn sagt, at á
LX vetra yrði ísland albyggt, svá at eigi væri meirr síðan«.
Af þessum orðum hafa ýmsir ályktað, að ísland hafi verið
fullt svo þéttbýlt um 930 sem á síðari öldum. En sú
ályktun er á sandi byggð. P. A. Munch sá þegar, að hún
gat ekki staðizt, og gizkar hann á, að fólksfjöldinn á ís-
landi hafi verið um 25 þús. í lok landnámsaldar (Det
norske Folks Historie, I. 556). Bogi Th. Melsted komst
löngu síðar að þeirri niðurstöðu, að mannfjöldinn á land-
inu hafi verið rúm 20 þús., er landnámum var lokið. Loks
hefir Ólafur Lárusson birt ritgerð um þetta efni í tímarit-
inu »Vöku« 1929, 319—369. Höfundurinn er sannfærður
um, að áætlanir þeirra Munchs og Melsteds séu ekki oflágar,
en þar að auki lætur hann þá skoðun í ljós, að býlin á
landnámsöld og söguöld — einkum á fyrri hluta hennar —
hafi verið miklu færri og stærri en síðar varð. Síðan hafi
menn tekið að skipta stórbýlunum, og muni þeirri skiptingu
hafa verið lokið um miðja 11. öld. Kenningar Ó. L. um
þetta efni varpa nýju ljósi yfir höfðingjavald sögualdar og
yfir hinn ólgandi óróa þess tímabils. Þetta merkilega mál-
efni verður ekki rætt nánar að þessu sinni, og læt ég
mér nægja að geta þess, að ég er samdóma áðurgreind-
um rithöfundum og vísa til þeirra röksemda, sem þeir
hafa stutt skoðun sína með. Það sem Ari vildi sagt hafa,
er sjálfsagt þetta, að á 60 árum hafi allt byggilegt land
á íslandi verið numið til eignar, en ekki hitt, að land hafi
á þeim tíma orðið svo fjölbýlt, sem síðar varð.
Ég hygg, að fullyrða megi, að ekki verði séð af Land-