Skírnir - 01.01.1932, Síða 199
Skirnir] Um lok þrældóms á íslandi. 193
námu með óyggjandi vissu hvort nokkur frjáls verkamað-
ur hafi verið hér á landi á landnámstíð. Orðið húskarl
kemur örsjaldan fyrir. Sagt er t. d. frá því, að Laugar-
brekku-Einar var að hvalskurði »með húskarla sína« og
vó Lón-Einar einn þeirra (Hb. 63. Stb. Mb. 75). En raun-
ar mun hafa verið komið fram yfir landnámstíð, er þeir
nafnar áttust við, — Laugarbrekku-Einar var sonarsonur
Ketils þistils landnámsmanns, og ætlar Guðbrandur Vigfús-
son, að hann hafi »lifað« um 950 (Safn. I. 327). Og þar
uð auki sannar orðið húskarl ekkert, því að þrælar eru nefnd-
ir i sömu andránni bæði húskarlar, heimamenn, hjú og hjón
i íslenzkum fornritum, og eru þess svo mörg dæmi, að ég
tel allsendis óþarft að tína þau saman til þess að sanna
svo augljóst mál.
Mér virðast öll líkindi til, að frjálsir vinnumenn hafi
verið hverfandi minni hluti verkalýðsins, að minnsta kosti
á fyrri hluta landnámsaldar.* l) Landnáma nefnir vart aðra
verkamenn en þræla, og getur það tæpast verið tilviljun
ein. Þá er landnám hófust á íslandi, hafði víkingaöldin
staðið nálega heila öld. Hlýtur þá að hafa verið mikið
framboð af þrælum í Novegi, og þeir pá að líkindum ódýr-
ari heldur en síðar varð. Þar að auki komu 60—70 land-
námsmenn vestan um haf, frá Skotlandi, Skotlandseyjum eða
írlandi, og fluttu þræla með sér, sem þeir hafa víst sjaldn-
ast goldið verð fyrir, heldur hremmt á víkingaferðum sín-
1) Sagan um fylgdarmenn Geirmundar heljarskinns sannar
ekkert, hvorki til né frá. Landnáma segir, að hann hafi riðið með
átta tigu »manna« meðal búa sinna (Hb. 87, Stb. Mb. 115), en get-
ur þess að engu, hvort þeir hafi verið heimamenn hans eða vinir og
grannar. í Geirmundarþætti er fyrst sagt, að hann héldi »aldrei færri
menn en átta tigi vígra karla með sér á Geirmundarstöðum« (Sturl.
I. 4). Allt er þetta heldur tortryggilegt. Mikil mega húsakynnin hafa
verið hjá þrælum Geirmundar á Ströndum, ef þeir hafa getað hýst
80 manns i einu! Það þótti frásagnarvert, að gerlegt var að hýsa
120 manns i Skálholti um 1200 (Bisk. I. 132). En þó er rétt að geta
þess, að sagt er um Skallagrím, að hann hefði aldrei færri menn
með sér en sex tigu vigra karla (Egils.s. 33) og um Þorstein þorska-
bit, að hann hefði með sér sex tigu frelsingja (Eyrb.s. 11).
13