Skírnir - 01.01.1932, Page 201
Skírnir] Um lok þrældóms á íslandi. 195
Þessum ákvæðum hefir ef til vill stundum verið beitt, en
þó finnast þess ekki nein dæmi i sagnaritum, og má
óhætt fullyrða, að þrælahaldið hafi eigi aukizt svo að
umtalsvert sé vegna þessara lagastaða.
Landnáma getur þess nokkrum sinnum, að þrælum hafi
verið gefið frelsi. Ingólfur gaf Vífli frelsi og bústað að Vif-
•Isstöðum (Hb. 9, Stb. Mb. 9). Dufþakur var leysingi Ketils
hængs (Hb. 309, Stb. Mb. 350). Landnáma segir, að Gríss
°g Grímur hafi heitið leysingjar Skallagríms (Hb. 44, Stb.
Mb. 56), og ennfremur Sigmundur (Hb. 46, Stb. Mb. 58).
Egils saga (29) getur þeirra Gríss og Sigmundar og að þeir
hafi varðveitt bú Skallagríms í Grísartungu og Munaðar-
uesi, en minnist ekki á, hvort þeir hafi verið frjálsir menn
eða ófrjálsir. Grím nefnir sagan ekki. Geirmundur heljar-
skinn gaf Atla þræli sínum frelsi og bújörð (Hb. 120, Stb.
Mb. 149, sbr. Sturl. I., bls. 5). Þorgrímur bíldur gaf frelsi
Steinröði Melpatrekssyni og dóttur sína (Hb. 345, Stb. Mb.
390). Auður djúpúðga gaf Vifli, Hunda, Sökkólfi og Erpi
'önd og frelsi (Stb. Mb. 100—103, sbr. Laxdælu (6). Þar
er Hundi nefndur leysingi). Þorgils knappi var leysingi
Kolla Hróaldssonar og nam Knappadal (Hb. 55, Stb. Mb.
67). Laugarbrekku-Einar gaf frelsi Hreiðari þræli sínum og
land svo vítt, sem hann gat girt um á þrem dögum. Bratt-
Ur í Brattsholti og Leiðólfur á Leiðólfsstöðum voru leys-
’agjar þeirra Ölvis eða Atla Hásteinssonar (Hb. 326, Stb.
Mb. 371, sbr. Flóam. s. 4). Án rauðfeldur gaf Dufan frelsi
°g land í Dufansdal (Hb. 107, Stb. Mb. 135). Eiríkur í Goð-
dölum gaf Rönguði þræli sinum frelsi fyrir landkönnun
(Hb. 162, Stb. Mb. 196). Özur hinn hvíti í Kampholti gaf
Höðvari að Böðvarstóftum frelsi (Hb. 331, Stb. Mb. 376,
sbr. Flóam. s. 6).
Þessi dæmi sanna til fulls, að þegar á landnáms-
hð hefir það verið mikill siður, að gefa þrælum frelsi.
Elestir fengu þeir land með frelsisgjöfinni. Landnámsmenn
þurftu ekki að vera sínkir á landspildu, enda hefir það vit-
anlega verið þeim hið mesta kappsmál, að byggðin ykist
sem örast og mest. Í sögunum er á víð og dreif getið um,
13*