Skírnir - 01.01.1932, Síða 202
196
Um lok þrældóms á íslandi.
[Skírnir
að þrælum hafi verið gefið frelsi, en með því að þau dæmi
eru svo strjál og ófullkomin, að þau veita enga vitneskju
um, hve ört þrælunum fækkaði, né hvenær þeim fækkaði
mest, þá tel ég með öllu óþarft að þylja þau upp hér.
Þrælar áttu fleiri vegi til þess að losna úr ánauð, en
að Þ>ggia frelsi að gjöf af dróttni sínum. Þó að þeir væru
ánauðugir, höfðu þeir nokkur þegnleg réttindi. Þeir máttu
t. d. eiga eign, og var slík þrælseign nefnd órkostr (I. a.
202; II. 33, 396). Ef þeir voru nógu efnaðir, gátu þeir
sjálfir leyst sig úr ánauð, og urðu þeir frjálsir menn, er
helmingur verðsins var greiddur. Þá gat og hver sem vildi
keypt þræli frelsi. En hvernig sem þræli hafði unnizt frelsi,
þá var það eigi íullkomið, fyrr en þrællinn hafði verið leidd-
ur í lög. Þangað til hét hann grefleysingur (I. a. 192; II. 190).
En sú athöfn fór fram á þann hátt, að goði sá, er þræll-
inn var í þingi með, leiddi hann í þingbrekku, og skyldi
þrællinn þar vinna eið að krossi »at hann mun halda
lögum sem sá maðr, er vel heldr« (I. a. 192, I. b. 20;
II. 130, 189).
Leysinginn (leysingr, leysingja) tók að flestu leyti frjáls
manns rétt, en þó voru nokkur ákvæði i lögum, sem tak-
mörkuðu fullkominn þegnrétt hans og skipuðu honum skör
lægra en öðrum frjálsum mönnum. Hníga þau ákvæði flest
að sambandinu milli leysingjans og frjálsgjafans, og leggja
báðum nokkrar skyldur á herðar. Frjálsgjafinn var skyldur
að færa fram leysingjann, ef hann var barnlaus og bjarg-
þrota (I. b. 17, 19; II. 126, 130). Hinsvegar átti frjálsgjaf-
inn arf eftir barnlausan leysingja og tók vígsbætur eftir
hann (I. a. 172, 227; II. 72, 337; III. 418). Ef leysingi ræð-
ur arf undan frjálsgjafa sínum, þá getur frjálsgjafinn eða
erfingjar hans »brigðað honum frelsi«, þ. e. gert hann að
þræli í annað sinn (I. a. 247; II. 85). Að öðru leyti var
leysinginn ekki háður frjálsgjafanum. Nokkur önnur ákvæði
laganna þröngdu nokkuð að kosti írelsingjans, svo sem til
minningar um hina fyrri stöðu hans í þjóðfélaginu, og er
þarflaust að tilgreina þau ákvæði hér. Börn leysingjans