Skírnir - 01.01.1932, Page 203
Skirnir]
Um lok þrældóms á íslandi.
197
voru talin frjálsborin, ef þau voru fædd eftir frelsisgjöf-
ina (I. a. 172; II. 337).
Ánauðugum mönnum var frelsisgjöfin miklu torsóttari
i Noregi. Leysingjar og nánustu niðjar þeirra voru þar marg-
víslegum böndum bundnir við frjálsgjafann (Brandt: Den
norske retshistorie, I. 72—77). En íslenzku lögin um það
efni voru einföld og óbrotin og gerðu í raun og veru götu
þrælsins inn í samfélag frjálsra manna furðulega greiða.
í Noregi var og frelsisgjöfin fullkomið einkamál dróttins
og þræls. En á íslandi hafði ríkisvaldið — eða goðinn sem
fulltrúi þess — hönd í bagga um, hverjum hleypt var inn
í þegnfélagið (lögleiðingin), og er sú tilhögun ólíkt betur
hugsuð og nær hugmyndum nútíðarmanna heldur en sú
aðferð, sem tíðkaðist í Noregi.
Þrælahald leið talsvert fyrr undir lok á íslandi og í
Noregi heldur en í Danmörku og Svíþjóð. Síðustu þrælar
á íslandi, sem um er getið í sögum, eru Gilli, þræll Þor-
steins Siðu-Hallssonar, kringum 1050 (Draumur Þorsteins
Síðuh.s. bak við sögu hans) og ónefndur þræll Gunnsteins
Þórðarsonar á Ljósavatni (1050—1060) (Ljósv. s. 24). Fyrsta
sagan í Sturlungusafninu hefst skömmu eftir 1100, en í
Sturlungu er þræls hvergi getið, hvorki fyrr né síðar (nema
i Geirmundarþætti), og getur það tæpast verið hending ein.
Úr Noregskonunga sögum hverfa þrælar um sama leyti.
P. A. Munch segir, að konunga sögurnar minnizt aðeins
tvisvar á þræla frá þvi er Harald konung Sigurðsson leið,
og tilfærir hann þau tvö dæmi (Det norske Folks Historie,
III. 963). Honum hcfir skotizt yfir Bárð skjöld, þræl Magn-
úsar konungs Erlingssonar, er féll í Björgvin 1181. Hann
er síðasti þræll í Noregi, sem getið er um í sögum. AI-
mennt er talið, að þrældómur muni ekki hafa liðið undir
lok fyrr en eitthvað öld siðar í Danmörku og í Svíþjóð,
og jafnvel, að eimt hafi eftir af þrælahaldi í Svíþjóð allt
fram undir lok miðalda.
ísland hefir áreiðanlega fyrr orðið fullkomlega hreint
af þrældómi heldur en Noregur. En þó að sagnarit vor
geti ekki þræla eftir 1100, er vitanlega ekki þar með