Skírnir - 01.01.1932, Side 205
Skiinir]
Um lok þrældóins á íslandi.
199
án þess að hún væri nokkurn tíma numin úr lögum, munu
og áreiðanlega vera veraldlegs eðlis að mestu leyti.
Mönnum hefir ekki þótt þrœlahald borga sig í þessu
harðbýla landi, þar sem verkafólk hefir ekki verið talið
vinna fyrir mat sínum á vetrum fram á vora dag'a. Meðal-
þrælsverð á söguöldinni virðist hafa verið 12 aurar silfurs
(Nj. 36; Eyrb. 31, 43; Egils s. 80), en ambáttarverð 8 aurar
(Laxd. 12). Þetta voru talsverðar fjárhæðir, og þar fylgdi
böggull skammrifi, því að eigandi þrælsins var skyldur að
feera hann fram, ef hann fyrir einhverra hluta sakir, t. d.
fyrir elli eða heilsuleysi, varð ómagi (I. a. 192; II. 189).
Og ekki hefir þrælsdróttni verið ódýrara að ala upp þræls-
efni, sem fæðzt hafði í ánauð á heimili hans. Að vísu varð-
aði það ekki við lög, þótt dróttinn vægi þræl sinn, nema
á langaföstu og löghelgum tíðum (I. a. 191; II. 396), en
sjálfsagt hefir það þó alltaf þótt ómennilegt að losa sig
undan framfærslunni á þann hátt, og ekki finnast þess
nein dærni í sögum, að það hafi verið gert.
En hvernig átti nú þrælsdróttinn að ráða við viðkomu
þrælanna, þar sem þeir voru margir? Svo virðist, sem
þrælum hafi leyfzt að kvongast, og hjúskapur þeirra hafi
verið lögverndaður (»þræll á vígt um konu sína, þótt hún
sé ambátt« (I. a. 191; II. 397)). Atli í Barðsvík, þræll Geir-
mundar, hafði 12 þræla undir sér (Hb. 87; Stb. Mb. 115;
Sturl. I. 4), og Ölvir á Reykjum átti 18 þræla (Ljósv. s. 1).
Ekki mun þurfa að orðlengja það, að eitthvað hefir kvikn-
að á ári hverju út af slíkri þrælamergð. Enginn bóndi
gat tekizt á hendur að ala upp slíka hjörð. Maður getur
hugsað sér, að þá hafi verið um þrjá kosti að velja. Einn
var sá, að gelda þræla, annar að bera út börn þeirra, og
halda fjölgun þeirra í hæfilegum skefjum á þann hátt, hinn
þriðji að gefa þrælum frelsi og ráða á þann hátt fram-
færslu þeirra sér af höndum, en taka þá í vinnumennsku
i staðinn eða setja undir þá smábú.
Ég veit ekki til, að minnzt sé á geldingar þræla, hvorki
í lögum né sögum íslendinga, nema hvað Þorsteinn Síðu-
Hallsson gelti Gilla þræl og réð sér þar með höfuðbana.