Skírnir - 01.01.1932, Qupperneq 206
200 Um lok þrældóms á íslandi. [Skírnir
Ég hefi því fyrit satt, að sú aðferð hafi aldrei tiðkast hér
á landi, enda mundi hún alltaf hafa reynzt háskaleg. En
hitt þykir mér líklegt, að útburður ánauðugra barna hafi
tíðkast talsvert. Það má raunar merkilegt heita, að þegar
heimildir minnast á dráp gamalmenna og barna í hallær-
um, þá er aldrei minnzt á þræla sérstaklega eða að þeir
hafi orðið harðar úti en aðrir menn við þau tækifæri.
Óaldarvetur hinn fyrra (975?) er sagt, að sumir hafi látið
drepa ómaga og gamalmenni (Ldn. (1843), viðbætir 323).
í Svaða þætti og Arnórs kerlinganefs er og talað um fá-
tæklinga, gamalmenni og vanheila menn (Sv. þ. og Arn.
2, 5), er drepa skyldi, og í Reykdælu um, að bera út börn
og drepa gamalmenni (Reykd. s. 7). í Gunnlaugs sögu seg-
ir, að það »var þá siðvandi nökkur, er land var allt al-
heiðit, at þeir menn, er félitlir voru, en stóð ómegð mjök
til handa, létu út bera börn sín ok þótti þó illa gert ávallt«.
Sbr. og orð Þorsteins Ingimundarsonar, er Þorgrímur á
Kornsá lét bera út barn (Vatnsd. s. 47) og svör og atferli
Sigurðar, fóstra Torfa Valbrandssonar, er Torfi bauð hon-
um að bera út Þorbjörgu Grímkelsdóttur (Harðar s. 8).
Allir þessir sögustaðir votta það skýrt, að útburður barna
hefir jafnan þótt hið versta verk, að minnsta kosti ef
frjálsborin börn áttu hlut að máli (Þorkell krafla var að
vísu ambáttarson, en af Vatnsdæla kyni i föðurætt, og
ambáttin móðir hans var tiginborin, frændkona Sigurðar
jarls (Vatnsd. s. 43)).
Þessi vitnisburður sagnanna virðist þó algerlega ósam-
rýmanlegur einni óvefengjanlegri sögulegri staðreynd. Þá
er kristni var lögtekin, miðlaði Þorgeir Ljósvetningagoði
svo málum, að launblót voru leyfð, en hin fornu lög um
barna-útburð og hrossketsát skyldu standa (ísl.b., 6.).
Ákvæðið um launblót þarf engrar skýringar við, en hin
atriðin eru vitanlega fjárhagslegs eðlis, enda tekur Ólafs
saga Tryggvasonar hin lengsta af öll tvímæli um það, að
svo hafa hinir fornu sagnaritarar litið á það mál, því að
þar eru Þoigeiri goða lögð þessi orð í munn: »En þvi at
þeir menn, er mest hafa á móti gengizt kristniboðinu, koma