Skírnir - 01.01.1932, Page 207
Skírnir] Ura lok þrældóms á íslandi. 201'
varla skilningi á, at þat megi saman fara at fæða upp
börn öll, þau er alin eru, svá fátækra manna sem auðigra,.
en afneita ok banna til mannfæðu þá hluti, sem alþýð-
unni er mestr styrkr í, því skulu þeir hafa sitt mál um
þnt, at hin fornu lög skuiu standa um barna-útburð ok
hrossakjötsát, ok eigi skal saknæmt, þó at menn blóti á
laun, svá at eigi verði vitnisfast« (Fms. II., 242).
Það er nú ekki torskilið, hvers vegna Þorgeir taldi
nauðsynlegt að leyfa hrossaketsát. Á því getur engínn efi
leikið, að hrossaket hefir verið ein hin ódýrasta og að lík—
indum einnig hin gómtamasta fæðutegund íslenzkrar al-
þýðu um þessar mundir. Ef ný trúarbrögð, sem legðu
bann við neyzlu fiskætis, væru boðuð nú á timum vor á
nieðal, þá er hætt við að slíkt bann laðaði ekki almenn-
ing til fylgis við þau. Það er því engin furða þótt Þorgeir
goði tæki svo stórvægilegt atriði til greina, er hann miðl-
aði málum árið 1000.
Öðru máli gegnir um útburðarleyfið. Tíðkuðu fátækir
bændur það svo mjög að lóga sínum eigin börnum, að
telja mætti barna-útburðinn einskonar bjargræðisveg, mikils-
vert fjáhagsatriði, er varðaði almennings hag og löggjöfin
því yrði að taka til greina? Ekki er það trúlegt. í fornlög-
um vorum eru margvísleg ákvæði um ómagaframfæri og
þó að mörg þeirra séu til orðin fyrir kirkjuleg áhrif, þá eru
önnur ævagömul og hafa vafalaust gilt frá því er byggð
hófst i þessu landi. Til dæmis má nefna, að fátækur heimilis-
faðir gat gerzt lögskuldarmaður, ef hann gat ekki framfært
börn sín, eða selt þau í skuld ella, þ. e. komið þeim á
framfærslu gegn því, að þau yrðu lögskuldarmenn þess, er
skaut skjólshúsi yfir þau. Þetta voru að vísu harðir kostir,
en skyldu þeir foreldrar hafa verið margir, sem ekki völdu
þá heldur en að bera börn sín út?
En þar að auki mælir allt, sem vér vitum um þær
kynslóðir, er voru uppi á söguöldinni, gegn því, að svo
ónáttúrlegur og herfilegur hugsunarháttur hafi þá verið
drottnandi. Höfum vér nokkra ástæðu til þess að ætla að
fátæktin hafi þá verið svo mikil og svo almenn á íslandi,.