Skírnir - 01.01.1932, Síða 208
202
Um lok þrældóms á íslandi.
[Skírnir
að útburður frjálsra barna hafi verið mikilsverður þátt-
ur í þjóðarbúskapnum? Verður það á nokkurn hátt lesið
út úr sögunum, að samtímamenn þeirra Halls af Síðu,
Gizurar hvíta, Skafta Þóroddssonar og Gests Oddleifssonar
hafi staðið á lægra menningarstigi en dýr merkurinnar?
Þessum spurningum verður hiklaust að svara neitandi, ef
aldarfarslýsingar íslenzkra sagna eru ekki markleysa ein.
Fólkið, sem þá byggði landið var óvenjulega framkvæmdar-
mikið, sparneytið og ættrækið, — og alveg ólíklegt til þess
að leggjast á sín eigin afkvæmi sjálfu sér til lífsfram-
dráttar.
En þó þótti Þorgeiri Ljósvetningagoða svo mikils vert
um útburðarleyfið, að hann gerði það að einu höfuðatriói
málamiðlunar sinnar, er kristni var lögtekin. Hvar liggur
hér fiskur undir steini? Ég get ekki komið auga á neina
skýringu nema þessa, að Þorgeir hafi viljað hafa hemil á
viðkomu þrælanna, svo að bændur stæðu ekki varnar-
lausir gagnvart þeim í því efni. Hin fornu útburðarlög, sem
Þorgeir lét standa, hafa vafalaust ekki gert greinarmun
frjálsra barna og ánauðugra. En nærri má geta að önnur
hefir orðið raun á í framkvæmdinni. Hvort er líklegra, að
frjálsbornum gamalmennum og börnum hafi verið fargað
óaldrvetur hinn fyrra eða aflóga þrælum og ánauðugum
börnum?
Útburðarleyfið árið 1000 bendir því að minni hyggju
ótvírætt í þá átt, að þá hafi enn verið allfjölmennt þræla-
lið á íslandi. En hver er þá orsökin til þess, hve ört þræl-
unum fækkaði á íslandi á 11. öld? Ég hygg, að svarið við
þeirri spurningu sé auðfundið. Barnaútburður var úr lög-
um numinn nokkru eftir kristnitökuna fyrir tilstilli Ólafs
helga. Þá hefir bændum ekki litizt á blikuna. Þeir hafa
talið þrælahaldið helzt til áhættusamt eftir það, og séð
þann kost vænstan að losa sig við þrælana smám saman.
Þeir hafa vafalaust ekki litið á neitt annað en sína eigin
hagsmuni í því efni. En þó má til sanns vegar færa, að
kristindómurinn hafi átt sinn þátt í afnámi þrælahaldsins.
Kirkjan bannaði að vísu ekki þrældóm. En hún bannaði