Skírnir - 01.01.1932, Page 210
Ari fróði og sumaraukareglan.
Eftir Þorkel Þorkelsson.
í grein, sem ég ritaði í Skírni 1930 og nefnist: Alþingí
árið 955, komst ég að þeirri niðurstöðu, að frásögn Ara
fróða um það, hvernig sumaraukinn hefði verið í lög tek-
inn, mundi vera rétt i öllum greinum nema niðurlags-
orðin: »En þá es eykst at óru tali et sjaunda hvert at
viku, en öngu at hinu, þá verða VII ár saman jamn löng
at hvoru tveggja, en ef hlaupár verða II á milli þeirra, es
auka skal, þá þarf auka et sétta«. Ég gat ekki betur séð.
en hér væri eitthvað blandað málum, og mundi sennilega
hafa veríð svo frá hendi Ara sjálfs, þótt hugsanlegt væri,.
að það hefði afbakast eitthvað við seinni uppskriftir.
Enn þá er ég að vísu þeirrar skoðunar, að setning
þessi sé ekki allskostar rétt, ef hún á að skýrast á strang-
asta hátt, en við nánari íhugun er ég þó kominn á þá
skoðun, að hægt sé að gera sér skiljanlegt, hvers vegna
Ari orðar þetta eins og hann gerir, og því sé rétt að fara
nokkru frekara út í þetta mál, en gert var í áðurnefndri
grein minni.
Fyrsta atriðið, sem athuga þarf, er það, hvort orðin
»sjöundi« og »sjötti« eigi að takast í venjulegri íslenzkri
merkingu þannig að sex og fimm ár i röð séu óaukin en
sjöunda og sjötta árið aukið, eða þá að orð þessi beri að
skilja á latneska vísu, þannig að árið, sem síðast var aukið,
sé talið með, og verði þá aðeins 5 (eða 4) ár í röð óauk-
in, en hið næsta ár aukið og telst það hið sjöunda (eða
sjötta) árið í röðinni. í gömlu rími, sem nefnt hefir verió