Skírnir - 01.01.1932, Side 211
Skirnii]
Ari fróði og sumaraukareglan.
205
Bókarbót, er rímreglan: »í þvísa tali þarf auka et sjaunda
hvert sumar viku. En ef hlaupár verða tvau á þeirri stund,
þá skal auka et sétta. Dagr kemr fyrr en nótt alls misseris-
tals íslenzks«. Rímregla þessi er svo svipuð áðurgreindum
orðum úr íslendingabók Ara, að sennilegt verður, að hér
sé um rímreglu að ræða, sem gildi hafi haft á dögum
Ara prests hins fróða. En reglan verður því aðeins rétt,
að latneska skilningnum á orðunum sjöundi og sjötti
sé fylgt.
Með þvi að líta á orð Ara fróða í því ljósi, að á
hans dögum hafi þessi rimregla verið til, þá verður það
skiijanlegt, að Ari hafi tekið hana upp í frásögn sina án
þess að breyta um orðalag hennar, þótt orðin sjötti og
sjöundi værí i latneskri merkingu; og það virðist vel geta
verið, að þeir klerkar, sem færðu rímregluna í stílinn, hafi
notað þessi orð í latneskri merkingu, þvi að dæmi af
svipuðu tæi þekkjast, þótt eigi séu þau alveg hliðstæð.
í rímtölum er eigi svo sjaldan talað um tungl einnar
nætur gamalt og merkir ávallt, að tunglið hafi komið þann
sama dag, og er i rauninni ekki annað en útlegging á
latneska orðatiltækinu: luna I. En er vér lesum þessi
gömlu rímtöl, þá finnst oss liggja næst að telja tungl einn-
ar nætur gamalt daginn eftir að það kom eða þann dag,
sem luna II var talin, en rímtölin segja tungl þá tveggja
nátta. Yfirleitt telja rímtölin tunglið einni nótt eldra en
ætla mætti, ef talið væri frá tunglkomu, og kemur það til
af því, að þau á latneska vísu telja tunglkomudaginn með.
í sömu skinnbókinni, sem geymir handrit Bókarbótar,
er og annað rímtal, sem reyndar er talið nokkru yngra.
í því er meðal annars þessi rímregla (sbr. Alfræði ísl. II,
bls. 261): »Ávallt er communis annus er, munar paska
mark aftur um XII, en fram uin XX, þá er embolismus er«.
Communis annus er það ár nefnt, sem hefir 12 tungl,
eitt fyrir hvern mánuð, en embolismus, þá er 13 tungl
verða á ári og er eitt þeirra aukatungl.
Fornmenn skiptu tímanum í 19 ára tímabil og nefndu
;þau tunglaldir eða nítjánáraaldir. Páskamark eða rnerki-