Skírnir - 01.01.1932, Page 212
206
Ari fróði og sumaraukareglan.
[Skírnir
dagur til páska ber ávallt upp á sama daginn, þá er sama
er ár í tungiöld, og set ég hér töflu, sem gefur til kynna,.
hvenær páskamarkið var á hverju ári tunglaldar. Com-
merkir 1. almennt ár com. ár, 5. emb. merkir aukatungls apr. Páskamark. ár.
2. - — 25. marz munar 11 dögum aftur
3. - emb. 13. apr. — 19 — fram
4. - com. 2. apr. — 11 — aftur
5. - — 22. marz — 11 — —
6. - emb. 10. apr. — 19 — fram
7. - com. 30. marz — 11 — aftur
8. - emb. 18. apr. — 19 — fram
9. - com. 7. apr. — 11 — aftur
10. - — 27. marz — 11 — —
11. - emb. 15. apr. — 19 — fram
12. - com. 4. apr. — 11 — aftur
13. - — 24. marz — 11 — —
14. - emb. 12. apr. — 19 — fram
15. - com. 1. apr. — 11 — aftur
16. - — 21. marz — 11 — —
17. emb. 9. apr. — 19 — fram
18. - com. 29. marz — 11 — aftur
19. - emb. 17. apr. — 19 — fram
Í síðasta dálki er sýnt, hve marga daga merkidagur-
inn færist frá ári ti! árs, og verður það ýmist 11 daga-
aftur eða 19 daga fram. Sé nú þetta borið saman við rím-
regluna, þá kemur í ljós, að báðar þessar tölur eru einum
lægri en rímreglan segir, en þetta kemur aftur af því, að
rímreglan byggist á latneskri talningu og tekur því með
báða merkidagana.
Þessi dæmi sýna, að latneska talningar-aðferðin var
notuð í sumum rímreglum hér, og er þá eigi hægt að
neita því, að hún hafi verið einnig notuð í þeirri rímreglu,
sem Ari fróði tók upp í frásögn sína um fund sumarauka"
En þá er eftir að athuga, hvort rimreglan verði við
það nothæf. í greininni í Skírni 1930 benti ég á það, að
þetta væri vandkvæðum bundið, og reyndar eigi gerlegt