Skírnir - 01.01.1932, Síða 214
208
Ari fróði og sumaraukaregian.
[Skírnir
Sólaraldar ár Aratal Rímtal
19. ár 6. ár e. s. 6. ár e. s.
20. - sumarauki sumarauki
21. - (hlaupár) 2. ár e. s. 2. ár e. s.
22. - 3. - 3. -
23. - 4. - 4. -
24. - 5. - 5. -
25. - (hlaupár) sumarauki sumarauki
CD (M 2. ár e. s. 2. ár e. s.
27. - 3. - 3. -
28. - 4. - 4. -
Ef litið er á þessa tvo tímatals dálka, þá er munur-
inn aðeins sá, að Aratalið hefir sumarauka hið 9. ár í
sólaröld, en venjulegt rímtal 8. árið. Svo sem talning ár-
anna milli sumaraukanna, samanborin við hlaupárin í
fremsta dálki, sýnir, þá kemur þetta Aratal Guðmundar
Björnsonar heim við orð Ara fróða, ef hlaupárið hið 9. ár
í sólaöld er talið á eftir sumaraukanum, og telst þá með
eftirfarandi millibili milli sumaraukanna. En hins vegar
verður að telja hlaupárið hið 25. ár sólaraldar á undan
sumaraukanum sama ár. Slíkt ósamræmi virðist óhugsandi,
enda má telja það víst, að þá er hlaupár og sumarauki
voru sama árið, þá var hlaupárið talið fyrr en sumarauk-
inn. Hlaupársdagurinn var 25. febrúar, og stundum merkir
orðið hlaupár einungis hlaupársdaginn, en sumaraukinn kom
ekki fyrr en undir mitt sumar.
Þetta Aratal, sem Guðmundur nefnir svo, verður eigi
sanirímt þeirri rímreglu, sem Ari fróði notar, vegna sumar-
aukans 9. árið í sólaröld, og þá er ekki um aðra leið að
velja en flytja sumaraukann til 8. ársins, svo sem hin
gömlu rímtöl ávallt gera. En ekki er heldur auðvelt að
samríma þetta rimreglunni um sumarauka 6. árið, ef tvö
hlaupár verða í milli, því að eins og auðséð er af töfl-
unni, þá er aðeins eitt hlaupár á milli sumaraukanna 3. og
8. ár í sólaröld. Út úr þessum ógöngum hefi ég aðeins
fundið eina leið, og er lauslega drepið á hana í Skírnisgrein
minni. Það verður að leggja þann skilning í orðin: »Ef