Skírnir - 01.01.1932, Page 215
Skirnir]
Ari fróði og sumaraukareglan.
209
hlaupár verða 2 milli þeirra, er auka skal, þá þarf auka
hið sjötta«, að ávallt verði að auka sjötta árið, ef 2
hlaupár yrði á milli sumaraukanna, ef sjöunda árið væri
aukið. Nú verða 2 hlaupár á milli sumaraukanna, ef 9. árið
i sólaröld er aukið, og þess vegna verður að flytja sumar-
aukann til ársins á undan, jafnvel þótt við það verði að-
eins eitt hlaupár á milli sumaraukanna. Og af þessu leiðir
ennfremur, að á næsta tímabili er ekkert tillit tekið til
hlaupársins 9. árið í sólaröld, vegna þess að með því hefir
verið reiknað við niðursetningu sumaraukans næsta á und-
un. Á sama veg verður að skilja rímregluna í Bókarbót:
*Ef hlaupár verða 2 á þeirri stundu, þá skal auka hið
sétta«.
Reglan um sumaraukann svo sem hún er í Bókarbót,
og að nokkru leyti í frásögn Ara fróða, er sennilega elzta
rimreglan um það, hve nær skyldi við sumar leggja, og
hún hefir þann kostinn, að hún skýrir jafnframt að nokkru
leyti, hvers vegna eigi skuli ávallt vera jafnmörg ár milli
sumaraukanna, en um leið verður hún svo óljós sem regla,
er fara skyldi eftir, að viðbótarskýring var nauðsynleg, ef
fyrirbyggja ætti misskilning. Þess vegna hefir fljótlega verið
hætt við hana og aðrar auðveldari reglur settar i hennar
stað, og þá verður það skiljanlegt, að hún finnst nú eigi
nema í þessu eina gamla rími, Bókarbót, og svo hjá Ara
með nokkru öðru orðalagi.
Ef vér nú lítum á þau orð Ara fróða, sem greind eru
í upphafi þessa máls, þá verður varla komizt hjá þeirri
ályktun, að hann notar orðið »sjöundi« í venjulegri islenzkri
merkingu, sem bezt sést á því, að hann segir um Ieið, að
þá verði sjö ár jafnlöng, en »sjö« getur aldrei merkt sex.
Hins vegar notar hann orðið »sétti« rétt á eftir i latneskri
merkingu, svo sem nú hefir verið bent á, að sennilegast
sé. Þetta er að vísu hvað á móti öðru hjá Ara, en verður
skiljanlegt, og um leið afsakanlegt, ef hann hefir viljað
ljúka máli sínu um sumaraukann með því að skýra frá því,
hver væri á hans dögum rímreglan um sumaraukann. Rím-
reglu þessa hefir hann kunnað og ef til vill haft hana
14