Skírnir - 01.01.1932, Page 216
210
Ari fróði og sumaraukareglan.
[Skírnir
uppskrifaða hjá sér. En af því að hann hafði rétt áður sagtr
að sumaraukinn væri sjöunda hvert ár, þá hefir honum
þótt óþarft að taka upp fyrri hluta rímreglunnar og þess
vegna aðeins bætt við síðari hlutanum: En ef hlaupár
verða 2 í milli þeirra, er auka skal, þá þarf auka hið
sjötta, og hefir hann ekki athugað, að rímreglan notaði
orðin »sjöundi« og »sjötti« í latneskri merkingu, en hann
hafði sjálfur notað þau áður í íslenzkri merkingu; ósam-
ræmið hefir honum því eigi orðið ljóst.
Reyndar er sú skýring einnig hugsanleg, að orðin: En
ef hlaupár o. s. frv. séu viðbót frá einhverjum, sem skrifað
hefir upp Islendingabók Ara, og sá hafi tekið þau upp úr
rímreglu, sem hann þekkti. Mér þykir þó þessi skýringf
öllu ósennilegri.
Menn hafa haldið hingað til, að rímreglan um sumar-
auka í Bókarbót væri tekin upp úr íslendingabók Ara, og
tímans vegna gæti það staðizt, því að Bókarbót mun rituð
síðar en íslendingabók. En það er skoðun min, að rimregl-
an sé eldri en bæði íslendingabók og Bókarbót. í grein
um Stjörnu-Odda í Skírni 1926 hefi ég fært rök að þvir
að misseristalið muni um 1110 hafa komizt í fastar skorð-
ur og rímregla þessi um sumarauka mun hafa myndazt
um lík leyti (eða fyrr). Nú er talið, að íslendingabók sé
rituð um 1130 og hefir þá rímreglan verið að minnsta
kosti 15 ára, er Ari fróði tók hana upp í bók sína, svo
að þetta getur einnig vel staðizt tímans vegna. Það er og
í sjálfu sér eigi sennilegt, að sá, sem ritaði Bókarbót, hafi
farið að leita í íslendingabók Ara eftir rímreglum, og sá
orðamunur, sem er í milli íslendingabókar og Bókarbótarr
bendir helzt á það, að rímreglan í Bókarbót sé ekki tekin
úr íslendingabók, heldur úr einhverju fornu rímtali, því að
slíkar orðabreytingar mundi varla annar leyfa sér, en rím-
fræðingur, sem hefði fengið æfingu í að nota regluna og
skildi hana út í æsar; en eins og hún er hjá Ara, ber hún
þess ekki skír merki, að hún sé rímregla.