Skírnir - 01.01.1932, Qupperneq 218
212 »Kaupstaðarferðir 1880—1890. |Skírnir
komizt að leiðrétta sumt af því sem i ritgerðinni stendur og beinlínis
mótmæla ýmsu öðru.
Eins og áður er sagt og fyrirsögn ritgerðarinnar ber með sér,
nær frásagnartímabil höf. frá »1880—1890«. Á bls. 77. segir svo:
»Faktor var þá Quðmundur Thorgrimsen«. Þetta er að visu ekki
mikilvægt atriði, en ónákvæmt þó, því að hann lét af forstöðu verzlun'
arinnar 1886, og tók þá P. Nielsen við henni af honum. Á sömu
bls. (77.) stendur þessi miður sanna staðhæfing: . . . »Verðið« (þ. e.
ullarverðið, sem hér er átt við) . . . »var fyrst ákveðið árið eftir
með annaðhvort engri eða einhverri up/jbót, sem orð lék á að væri
nokkuð misjöfn og færi allmjög eftir auð (svo!) og aðgangssemi
manna«.
Mér er ekki kunnugt um hversu mikið »orð lék á« þessu út
um sveitir landsins, en öll þau ár — þau voru 16 —, sem ég var
við verzlunina, lék ekkert orö á um þetta þar sem ég vissi til, né
neitt annað þessu líkt; ég heyrði þess aldrei getið, enda eru sannan-
leg dæmi, svo þúsundum skiftir, fyrir jrví, að allir, jafnt fátækir sem
rikir, nutu fullkomins jafnréttis i þessu sem öðru, og mátti hið sama
segja um þetta, sem höf. segir sjálfur um vigtina (bls. 73): »... sáu
þá allir viðstaddir að rétt var vegið«. Svo rígföst var öll reglu-
semi í huga forstöðumanna verzlunarinnar og ég held flestra þeirra,
er við viðskiptin voru riðnir af þeirra hálfu, að um engin vísvitandi
brögð eða brellur var að ræða. Þetta var á allra vitorði og almennt
viðurkennt um land allt. Lefoliisverzlun á Eyrarbakka var einmitt
talin fyrirmynd í þessuin efnum sem og mörgu öðru til góðs.
»Uppbótin« var oftast 5 aur. á hvert pund hvítrar og mislitrar
ullar, og get ég hvenær sem er sýnt og sannað með ótal dæmum,
að sá sem lagði inn hálfan fjórðung ullar, já, jafnvel þó að eins
væri um eitt pund að ræða, fékk tiltölulega jafnmikla »uppbót« sem
sá, er lagði inn hundrað fjórðunga eða meira; er þó auðsær mis-
munurinn á efnahag slíkra manna, og þætti mér fróðlegt, ef höf.
gæti bent á nokkurt dæmi, sem afsannaði þetta. Hitt er annað mál,
að þeir, sem lögðu inn vel vandaða vöru, öðrum fremur, fengu
verðlaun, jafnvel tvöföld verðlaun, og er naumast hægt að kalla
þuð misrétti.
Þá er (á bls. 74.) skýrt frá samtali Þorgils Jónssonar á Rauð-
nefsstöðum við »faktorinn«. — Það samtal er, eins og llest önnur,
sem tilfærð eru i ritgerðinni, mjög á aðra leið en var; þar er sagt;
»En þannig lagaðar aðferðir voru ekki öðrum færar en þeim, er
ríkir voru og áttu svo niikla ull, að þeir gátu boðið byrgin (svo).
Veslings fátœklingarnir, sem vantaði svo sem ekki viljann, urðu
að láta sér lynda, ef þeir gátu í troðningnum við viktina (svo)
tyllt tánni á pokafyrirbandsspotta sem lafði út af vogarskáiinni,
án þess að á bœri«. (Leturbreytingar eru minar). — Er nú furða,