Skírnir - 01.01.1932, Qupperneq 219
Skírnir]
Kaupstaðarferðir 1880—1890-.
213
þótt svo sé að orði komizt í dönsku riti nú nýlega um slíka rit-
gerð sem þessa: »En overordentiig vægtig og kulturhistorisk interes-
sant Artikel«.......»Det er et ypperligt Billede af et vigtigt
Emne fra en svunden Tid«. (Isl. Aarbog 1932, Pag. 84)? — Mér fyrir
mitt leyii þykir það sem höf. segir um þetta og enda fleira, grálega
niaelt og ómaklega mjög í garð »veslings fátæklinganna« aust-
ur þar, enda er frá þessu sagt alveg alhugasemda- og undan-
tekningalaust, eins og það' hafi verið algengt og án nokkurra
nndantekninga. Ég þori að fullyrða, að enginn bóndi eða sveita-
maður, — en til þeirra er þessu ætlað að ná —, þó »fátæklingar«
væri, sýndi neina viðleitni í þá átt, að svikja þannig vöru sína, þótt
ntil væri, inn í verzlunina eða hafa slíkar lúalegar brellur i frammi
við vigtina; ég er viss um, að þá hefir »vantað viljann- til þess.
Þá er mér og nær að halda, að frásögn höf. (bls. 74.) um fátæka
°g einfalda karlinn, sem hann segir að tekið hofi »skökubrýnið úr
ferðadallinum«, til að »sækja í honum hvítan sand og strá yfir
'agðana«, sé aðeins óvandað þvaður og jojóðvenjuskvaldur, sem höf.
hefir hent á lofti eftir öðrum, til að »salta grautinn- fyrir lesendur
ritgerðar sinnar og sýna þeim fyndni sína. Hinsvegar veit ég ekki,
Evers höf. hefir orðið var l sinn hóp i þessum efnum. Sennilega
einskis; en hverjum er það þá »til lofs eða dýtðar«, að segja frá
sliku staðleysisbulli og það i ekki ómerkara riti en Skirnir er?
Margra hluta vegna — og eftir ritgerð höf. að dæma — hefði hann
ekki átt að minnast mikið á uerzlunina á Eyrarbakka. Til þess hefir
hann áreiðanlega brostið kunnugleik, enda eru þessi hálu og
hveppslegu orð: »sem orð lék á« o. s. frv., nægilega oft noluð til
að sýna að svo sé, og öll virðist ritgerðin, hversu »vægtig og interes-
sant« sem hún kann að vera, bera það ineð sér, a. m. k. að því
leyti sem hún fjallar um verzlunina á Eyrarbakka, menn og mál-
efni þar »fra en svunden Tid«, að höf. hafi verið meira um það
hugað að »sæta soðið« fyrir lesendurna, en að flylja þeim sann-
ar sögur af viðburðum þeim, er hann hefir tekið sér fyrir hendur að
fræða þá um; svo er t. d. um orðin (á bls. 91.) »sem orð lék á« og
samband frásagnar hans við þau.
»Stóryrði« þau (á bls. 87), sem höf. leggur Á. E. í munn, eru
ósönn og ósæmandi að hafa slik orð eftir látnum sæmdarmanni.
Orðin voru á allt aðra leið, en höf. segir frá, og lýsa honum betur,
ef rétt eru höfð eftir, en höf. virðist vilja vera láta.
Þá er það »vagninn«, sem um getur á bls. 92; hann varð nú
reyndar ekki til eða notaður fyr en 1899, eða 9 árum síOar en frá-
sögn höf. nær til. Þetta er vitanjega smávægilegt atriði, en það
sýnir nákvæmnina (!) og er hún ekki lakari en annaö. — Á sömu
bls. (92), er ekki rétt sagt frá um það, sem »svarað var út i silfur-
peningum«, — seðlar voru reyndar komnir til sögunnar 1886—; það