Skírnir - 01.01.1932, Side 220
'214
Kaupstaðarferðir 1880 — 1890«.
[Skírnir
var einn þriðji hluti »allrar innleggsupphæðarinnar«, sem greiddur var
í peningum (seðlum og silfurmynt), en ekki að°ins einn fjórði hluti
hennar, eins og höf. telur að verið hafi. Margt fleira er þarna ýmist
rangt eða villandi í frásögn höf., en óviða jafn kankvíslega orðað
eins og á bls. 84., þar sem höf. segir frá þvi (líklega í spaugi?), er menn
voru að »sekkja ullina« —, »sumir pokarnir voru hreyfingarlausir
þó að lifandi maður væri i hverjum þeirra eins og vera átti.
Þessir pokar rúmuðu 100 kg. af ull«. — »Þessir pokar« voru mis-
munandi að stærð og vógu 215, 235 og 252 pund. En hvers vegna
var þessi vigt svo ákveðin og nauðsynleg? Það helði verið fróðlegt,
ef höf. hefði sagt frá þvi, engu síður en hinu, »að lifandi maður
væri í hverjum poka« og að »sumir pokarnir voru hreyfingarlausir«.
Það hefði e. t. v. verið »kulturhistorisk interessant«.
Þá hefði það eigi siður verið fróðlegt, ef höf. hefði sagt frá
því, að hin umrædda uppbót var oftar greidd við þessa verzlun, en
ef til vill við aðrar verzlanir eða hvers vegna og af hvaða ástæð-
um, »að á hvern afreikning var prentuð yfirlýsing um það, að það
sem inni stæði í verzluninni, yrði aðeins greitt í vörum og eftir
hentugleikum verzlunarinnar«. Vegna þess, að »yfirlýsing« þessi
varð mörgum hneykslunarhella mikil og hál á sínum tima og all-
söguleg, hefði það e. t. v. verið mörgum kærkominn fróðleikur nú,
að fá að vita einhver deili á henni og önnur en aðeins þau, er
höf. greinir frá og sem harla litilsverð eru. Þá minnist höf. á ein-
hverja undursamlega »sól«, »umkringda plánetum«; á hann þar
við ámu eina, sem hann segir að tekið hafi »tuttugu tunnur
af hinu þjóðfræga Bakkabrennivini«. Áma þessi, þótt stór væri, tók
reyndar aldrei meira en 11 tunnur, en það var ekki hið »þjóðfræga
Bakkabrennivín«, sem hún hafði að geyma. »Þjóðfræga« brennivínið
var flutt inn frá Danmörku, en brennivinið, sem á ámu þessa var
látið, var islenzk blöndun, og öðlaðist það aldrei þá frægð, sem hinu
hlotnaðist, sízt í sama skilningi. »Þrihöfðaða þursann«, sem getið
er um i sambandi við þessa »sól«, geta menn fengið að sjá hjá
mér og sannfærzt um, hversu ægilegur hann er. Það er annars eigi
svo sjaldan að því vikið í þessari Skírnisritgerð höf., að verzlunar-
mennirnir á Eyrarbakka, forráðamaður og eigandi hennar, Lefolii.
hafi ekki verið nein lömb að leika við, heldur allroggnir karlar;
t. d. er þess getið (á bls. 78.) að ^einstöku gerðust suo djarfir að
heilsa honum«. . . . »gamall sæmdarkarl ráðizt í að heilsa hon-
um«, og á bls. 86. segir: »Þessa menn og fleiri, er voru á kontórn-
um, var sjálfsagt að þéra« (leturbr. eru mínar). Ojæja! Skárri var
það nú verðungin eða vansæmdin, þó menn teldu sér sæma að
heilsa virðulega og á viðeigandi hátt erlendum sæmdarmanni,
slíkur maður sem J. R. B. Lefolii gamli var, eða þá sonur hans,
æða þeir Thorgrimsen gamli og P. Nielsen! Það var ekki í lítið