Skírnir - 01.01.1932, Page 221
Skirnir]
Kaupstaðarferðir 1880—1890«.
215
*ráðizt« að heilsa þeim, sem allir liver um sig voru hver öðrum
alúðlegri og vingjarnlegri í viðtali og framkomu sinni allri við
hvern sem var, fátækan sem rikan, en einkum þó við börn og
gamalmenni. Það er jafnvel ekki sársaukalaust fyrir hvern þann,
senr nokkur kynni hafði af þessum mönnum, að sjá dylgjur um stór-
bokkaskap og stærilæti þeirra nú, eftir að þeir eru löngu liðnir, því
það er kunnara en frá þurfi að segja, að þeir voru óvenjulega
alþýðlegir menn, vel menntaðir og mætir mjög um margt, og því
vinsælir. Um þá feðga Lefolii eldri og yngri má með sanni segja,
að þeir studdu mjög að framförum og velgengni héraðsbúa og meira
en menn almennt vissu, og þá er það eigi síður kunnugt um for-
ráðamenn verzlunarinnar, þá Thorgrimsen og Nielsen, hvers konar
viðtökum menn áttu að mæta á heimilum þeirra og hvar sem þá
var að hitta eða konur þeirra. En að menn skyldu vera að »þéra«
slíka menn eða heilsa þeim, það er sannarlega í frásögur færandi!
Um hina aðra, er við verzlunina voru, held ég að óhætt sé að
segja, að þeir voru undantekningarlítið sæmilegir menn, sem áttu
virðingu skilið, en að þeim hafi þótt »sjálfsagt« að þeir væru
»þéraðir«, held ég að sé eitthvað höfuðórakennd kenning, sem eigi
skylt við gamlan og misskilinn undirlægjuhátt, sem höf. hefir nú
viljað ala á og halda á lofti. — Annars hefir höf. sjálfur leiðrétt
eitthvað í ritgerð sinni — mest prentvillur — í Morgunblaðinu
18. árg., 221 tbl., þar á meðal eitthvað af því sem hann sagði
um »Aldamótaflóð 1800«. Það er nú ekki kunnugt, að neitt tiltakan-
legt »stórflóð« hafi verið árið 1800 og á höf. sennilega við Básenda-
flóð 9. janúar 1799 og er álitamál, en engin sönnun fyrir því, hvort
sjóvarnargarðurinn hafi i fyrsta verið byggður í tilefni af þvi flóði,
en um Básendjflóð hefir þetta verið ritað: ». . . Stakkstæðum öllum
velti um ok steinaskansi, er þar var hlaðinn«. Þetta virðist benda
til þess, að sjóvarnargarðurinn, a. m. k. fyrir framan verzlunarhúsin
sjálf, hafi verið til eða byggður áður en Básendaflóðið varð, 1799.
Ég hefi orðið þess var, að menn, ókunnugir þar eystra, hafa
skilið frásögn höf. um garð þennan svo, að hann hafi jafnvel frá
því um 1800, verið »um 10 km. að lengd«, en svo er ekki og held-
ur ekki rétt skilið. Framundir 1880 náði austurendi garðsins að
Qónhól og vesturendi hans náði þá aðeins vesturfyrir verzlunar-
hús Lefoliis. Nokkru síðar var svo garðurinn framlengdur (til vesturs)
um 20 faðma á ári i 2 ár og var kaup manna þeirra, er að því
verki voru að vetri til, ein króna á dag. Siðan hefir garðurinn verið
framlengdur smátt og smátt á báðar hliðar og eru nál. 20 ár liðin
siðan hann náði þeirri lengd, sem höf. segir að hann hafi, og er
vist ekki langt frá vegi að það sé rétt.
Ég hefi nú hér að framan bent á ýms atriði i titgerð höf. og
•aðeins þau, er ég álít að ekki mætti vera ómótmælt eða leiðrétt,