Skírnir - 01.01.1932, Síða 223
Svar til síra Tryggva Þórhallssonar.
Eftir Guðbrand Jónsson.
Þdð er hérlendur ósiður, sem þó ekki tiðkast nema hjá sum-
um, að svara ritdómum. Stundum geta þó slíkar ritsmiðar verið svo
villandi, að það sé bein skylda manns að leiðrétta þær, hvað leitt
sem manni þykir. Svo er um »ritdóm« síra Tryggva Þórhallssonar í
»Skirni« 1929 um rit mitt »Dómkirkjan á Hólum í Hjaltadal«. Vegna þess
að ég bjóst við að engir, sem vit hefðu á, myndu taka mark á þessu
skrifi, vegna gamals og sæmilegs kunningsskapar við höf. og vegna
ógeðs á ritdómasvörum, ætlaði ég að láta svarið undir höfuð leggj-
ast. En því miður hafa ýmsir tekið mark á »ritdóminum«, svo að
hér kemur svarið.
Ég skal leiða hjá mér það steigurlæti, sem lýsir sér í orðalagi
og svip »ritdómsins«, en veit ekki hvaðan manni, sem engin fræði-
störf liggja eftir opinberlega, kemur réttur til að setja á sig valds-
mannssvip við mig eða aðra, sem sýnt hafa lit á að sinna slíkum
efnum. En hafi hann það eins og hann vill.
Ég skal líka leiða það hjá mér, enda þótt mér þyki það dæma-
laust ófeimið, að höf. lætur i yfirskrift »dómsins« sýnast svo sem
hann eigi að vera dómur um allt rit mitt, sem er 418 bls. að stærð,
en að síðan reynist svo, að það eru einar 36 síður (bls. 28—64) af
ritinu, sem hann tekur til meðferðar.
Ég skal ekki siður leiða það hjá mér, að höf. læzt ekki sjá
það, sem auðséð er, að orð hefir af vangá fallið niður i setningu,
og hefir það siðan að yfirvarpi til þess að láta svo sýnast, sem ég
hafi þótzt tæma þetta efni. Það má vera öllum ljóst, að hvorki ég
né neinn annar getur verið svo grunnfær, að halda sig færan
um það. En úr því síra Tryggva þykir það slik höfuðsynd, að ég
hafi ekki gert það, því gerir hann það þá ekki sjálfur, þegar hann
þykist vera að bæta úr skák fyrir mér? Það er mjög svo fjærri þvi,
að hann geri það eða ætli sér að gera, því að hann segir beinlínis
í greininni: »efa ég ekki, að enn megi um þetta bæta«, og er það,
eins og sýnt verður, sannara en sira Tryggvi hélt. En það verður