Skírnir - 01.01.1932, Qupperneq 225
Skirnirj Svar til síra Tryggva Þórhallssonar. 219
að Guðmundur var ekki i helgra manna tölu, sem sjá má af því, að
Auðun biskup söng honum sálumessu og sálutíðir (B. S I, 829), og
að páfastóllinn vildi ekki kanónisera hann (Dómkirkjan, bls. 361—2).
Ekki er heldur kunnugt, að Maríustúka hafi verið i kirkjunni fyrri
en Jörundur byggði hana, og um Önnustúku, Krossstúku og Jóns-
stúku er ekki talað fyrri en í Péturskirkju. Þessi upptalning, sem
höf. þykir vanta, er þvi með öllu þvi máli, sem upplýsa átti, óvið-
komandi. Svo bætir greinarhöf. þvi við, að sér þyki vafasamt að
hvaða gagni væri, ef menn vissu um þessa hluti, sérstaklega öltur-
mn, og telur hann það sjást »ljóslega« af nokkrum dæmum, »hvert
samband er milli þess, hverjum kirkjurnar eru helgaðar og hverjum
ölturu þeirra«. í dæmunum, sem hann tiltekur, stenzt ekki á helgun
kirknanna og altaranna. En málið er ekki eins óbrotið eins og höf.
heldur. Það er ævafornt ákvæði í rómverskum kirkjurétti, sem gildir
enn í dag (Codex juris, can. 1201 § 2), að »titulus primarius altaris
maioris idem debet esse ac titulus ecclesiae«, að háaltari hverrar
kirkju skuli hafa sömu helgun og kirkjan. Þekki maður því helgun
höfuðaltaris, þekkir maður að minnsta kosti nafndýrling kirkjunnar.
En þykir höf., úr þvi svo er, ekki hæpið að álykta af þeim dæmum,
sem hann nefnir, á þann veg sem hann gerir: »Taka þessi dæmi af
öll tvimæli um það, að af helgun altara í kirkjum hér á landi er
alls ekkert hægt að ráða um helgun sjálfrar kirkjunnar«. »Og hið
sama mun gilda um það annað, sem höf. nefnir«, segir höf. Sú
ályktun er jafn röng, því að kirkjur hafa frá öndverðu reynt að út-
vega sér helga dóma þeirra dýriinga, sem þær eru helgaðar, eins
og t. d. hinir helgu dómar, sem fundust í dómkirkjuveggnum í
iKirkjubæ i Færeyjum sanna. Sama er og um klukkur, að það var
venja og er að helga einhverjar þeirra verndardýrlingum kirkjunnar,
svo sem er í Kristkirkjunni hér i Landakoti, þvi að þar er aðal-
klukkan helguð »domino nostro Jesu Christo regi«. Sæmilega stenzt
og helgun stúkna og klukkna í Péturskirkju á Hólum á við helgun
hennar. Annars hefði höf. getað sparað sér alveg þessa staðlausu
stafi með því að lesa það, sem segir um stúkur og klukkur á Hól-
um í riti mínu bls. 197—202 og 392—395.
Á bls. 222 í grein sinni segir höf., að þar sem tvær skrár hafi
verið til áður, hafi verið ástæðulaust að birta skrá um helgun
kirkna, úr þvi að ekki voru þrnutkannaðar heimildir. Um «þraut-
könnun« er þegar útrætt. En úr þvi »þrautkanna« skal, því getur
þá höf. þess ekki, að i skránni hafi láðst að geta þess t. d., að páfa-
bréf frá 1454 kalli Valj)jófsstaðarkirkju helgaða Páli og Maríu, eða
að kirkjan á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum sé tvivegis talin eiga
Nikulás að nafndýrlingi (D. I. II, 66, 192) o. s. frv.? Að því er til
»skránna« tveggja kemur, sem hann nefnir, er það að segja, að þær
eru ekki til, en höf. hefir af því, að ég í riti minu (bls. 28) segi frá