Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 228
222 Svar til sira Tryggva Þórhallssonar. [Skirnir
eins og Klængur hafi sagt þetta, því að það er öilum kunnugt, að
venjulegast eru öll orðrétt eftirhöfð ummæli í sögum einber smið
höfundanna og ekkert annað, og þar sem skjal og sögu greinir,
verður að fara eftir skjalinu.
Um Hof á Rangárvöilum játar höf., að ég hafi helgun kirkj-
unnar rétta, en eyðir í það 13 línum að kvarta undan því, að ég
segi ekki frá æfintýri, sem er i jarteinabók Þorláks biskups, um
hvernig það hafi atvikazt að svo var. Sýnir þetta sem fyr, að höf.
hefir ekki tekið eftir því, að skráin er, og á að vera, þur upptalning
á staðreyndum og ekkert annað. Þess skal jafnframt getið, að höf.
hefir ekkert annað fyrir sér um að staðurinn i jarteinabókinni eigi
við þetta Hof, heldur en að Sigurður Hansen flokkar það svo i
registrinu að Biskupasögum.
Höf. kvartar undan þvi, að ég geti þess ekki, að Maria sé
nafndýrlingur Hólmskirkju á Rosmhvalanesi og ber fyrir sig D. I.
III, 221 og IV, 105. Svo að ég noti orð síra Tr., »verður ekki séð að
höf. geti haft annað fyrir sér um þetta en það, að María er i mál-
daganum talin fyrst verndardýrlinganna«. Það er óneitanlega nokkuð
einkennilegt, að hann vítir mig fyrir að álykta svona, en skirrist
svo ekki við að gera það sjálfur.
Höf. ber nokkuð mál á það, að ég skuli ekki geta þess að
Hítardalsbók telji kirkjuna í Holti á Siðu vera Mikaelskirkju, en láti
þar við sitja að kalla hana Nikuiásarkirkju eins og gert sé i Vilkins-
máldaga. Nú er Hítardalsbók í öllu verulegu líklega ekki annað
heldur en skrá yfir Oddgeirsmáldaga og mismun þann, sem er
milli þeirra og Vilkinsmáldaga, og handritið er afskrift frá því um
1700, enda hefir útgefandi Fornbréfasafnsins með réttu ekki gert þvi
hærra undir höfði en að prenta það í inngangi að einum kirkju-
máldaga. Af Vilkinsmáldaga hefir maður aftur á móti velstaðfestar
afskriftir. Ef sira Tr. væri vel kunnugur 17. aldar afritum og gæð-
um þeirra, myndi liann ekki vera lengi að átta sig á því, að
»Mikaels« i Hítardalsbók sé misskrift fyrir «Nikulás«, og að afskrift
Brynjólfs biskups af Vilkinsbók sé auðvitað trúandi.
Höf. kvartar undan því, að bænhúsið í Hvammi í Vatnsdal
sé ekki talið, og sé það helgað Páli postula, þvi að bænhúsið eigi
skóg i Pálsholti. Þetta getur verið rétt, en þarf ekki að vera það.
Og kirknaskráin er skrá um staðreyndir, en annað ekki.
Hvað bezt kemur það i Ijós, hvað sira Tr. athugar þessi mál
öll grunnt og trúir athugalitið prentuðum stafnum, þegar hann er
að víta mig fyrir að hafa »sleppt« þvi úr, að Maríukirkja á Knerri
hafi og verið Ólafskirkja. Það er getgáta hans, sem vel getur verið
rétt, en það þarf ekki að vera, og staðir þeir, sem hann styður sig
við, sanna annars vegar ekki neitt, og sumpart þó það, að hann
hefir ekki lesið þá. Hann vitnar i D. I. XI, 30 og segir að þar sé