Skírnir - 01.01.1932, Qupperneq 229
Skirnir] Svar til síra Tryggva Þórhallssonar. 223
kirkjan einmitt kölluð Ólafs- en ekki Maríu-kirkja. Þetta er rangt.
I formálanum fyrir þessu bréfi, sem sira Tr. bersýnilega ekki héfir
lesið, er prentaður útdráttur úr visitatíubók Jóns Arnasonar frá 1724,
þar sem segir, að lagt hafi verið fram gamalt og rotið kálfskinns-
bréf frá 1478 um að Maríukirkja á Knerri eigi reka fyrir Sandsenda;
í þetta vitna ég. En bréfið sjálft, sem hann vill fara eftir, er afskrift
gerð 1730 c g svo á sig komin, að hún er bersýnilega mjög úr lagi
færð, ef hún og frumritið, sem um getur í uppáskriftinni, eru ekki
beinlínis fals. í þvi skjali er kirkjan að visu nefnd Ólafskirkja, og á
það þó að vera sama skja'ið, sem umræðir 1724 og telur hana
Mariukirkju. Nú virðist það sjálfsagt að trúa því, sem i vísítatiunni.
stendur, þegar af því, að það kemur heim við hina ugglausu
heimild máldaga Staða-Árna. En bæði form og efni bréfsins, eins
og það liggur fyrir i afskriftinni, sem höf. vill láta mig nota, þvert
ofan i góðar heimildir um frumritið, er ískyggilegt. í fyrsta lagi
er biskup iátinn gera skjalið og nefna i því 7 menn til úrskurðar
(dóms) um heimildargögn, og heldur skjalið úrskurð þeirra, og inn-
sigla þeir það með biskupi. Þetta er allt gagnstætt venjunni, en
hún var sú, að úrskurðar- eða dómsmennirnir væru 6, og að þeir
gerðu skjalið og að úrskurðinum fylgdi staðfesting biskups (»staðfesti
þennan vorn dóm með oss virðulegur faðir« o. s. frv.), en hann
innsiglaði það siðan til staðfestu með þeim (»og setti sitt innsigli
með vorum innsiglum fyrir þetta« o. s. frv.). í öðru lagi er dag-
setningin grunsamleg, í frumtransskriftinni stendur »tuæ crur« og
les útg »sanctæ crucis« úr því, en krossmessurnar eru tvær og var
þess alltaf getið í dagsetningum, hvor væri. Loks eru mennirnir, sem
við bréfið koma fæstir kunnir, en eru þó prestar, og orðalagið að
ýmsu ólíkt því, sem þá var, sbr. »nefndum vér út vora ærlega
presta«, sem er líkara 18. aldar orðalagi en 15. Af þessum sökum
hefi ég álitið og álít enn, að bréfið stappi nærri því að vera fals-
bréf, og því sé ekkert mark á þvi takandi ofan í önnur góð gögn.
Um Kvennabrekku þykir höf. það áfátt, að ég tel nafndýrling
hennar vera Jón postula. Hann visar þar til máldaga, sem Forn-
bréfasafn tel-ur frá 1355, en ég hefi borið fyrir mig máldaga frá 1375,
að þvi er sama heimild telur. Mér þótti þá sem þessar ársetningar
væru ekki ábyggilegar, og svo þykir mér enn. Máldaginn, sem tal-
inn er vera 1375, er mun fornlegri að öllum blæ en hinn máldaginn,
og eftir því hefi ég farið. Máli sínu til stuðnings styðst hann ennfremur
við 3 máldaga, og segir að kirkjan þar sé talin hafa Mariu að nafn-
dýrlingi en sé um leið helguð Jóni. Þetta er rangt. í þessum mál-
dögum eru báðir dýrlingarnir nefndir samsiða, en María þó fyrr.
Af því virðist hann álykta þetta, en það er, eins og hann sjálfur
greinilega tekur fram á bls. 226, óheimilt.
Höf. liggur mér á hálsi fyrir það, að ég skuli ekki telja Bakka