Skírnir - 01.01.1932, Side 230
224 Svar til síra Tryggva Þórhallssonar. [Skírnir
i Fljótshverfi, og þá kalla bænhúsið þar helgað Mariu, af því að sú
jörð heitir nú Maríubakki. Þetta er alls ekki ósennilegt, en getgáta,
sem ekki verður staðhæfð nema frekari gögn komi til, því að jörðin
gæti t. d. hafa verið altariseign.
Um bænhúsin á Melum á Skarðsströnd og á Ósi í Steingríms-
firði þykir höf. það á vanta, að ég geti þeirra og þeirra helgana.
Ber hann fyrir sig lofunarbréf Stepháns biskups um að þar megi
syngja messu. Bænhúsin eru óvigð eins og þessi bréf bera með sér,
og ef síra Tryggvi hefði verið kunnugur samskonar bréfum nægilega
vei, þá hefði hann vitað að þetta var formáli, sem alltaf var notað-
ur og er helguninni óviðkomandi. Til leiðbeiningar í því efni má
þéna vígslubréf sama biskups fyrir kirkjunni í Ögri frá 1505 (D. I-
VII, 793); þar er kirkjan heiguð Mariu og Pétri postula, og er það
gert »í guðs trausti og heilagra postula Petri et Pauli«, en það
stenzt ekki á við helgunina. Hitt er og að vel má syngja að óvigð-
um kirkjum, en óvígðar kirkjur eru aldrei neinum helgaðar. Það eru
því fróm orð bréfanna, sem hafa vilit höf.
Um Ofanleiti í Vestmannaeyjum vill höf., að ég vitni í mál-
daga annarar kirkju og trúi honunr betur um helgunina en máldaga
kirkjunnar sjálfrar. Hann hlýtur þó að vera hin rétta heimild, sern
ber að fara eftir.
Það er mikið rétt, að það er ekki ósennilegt að bænhúsið í
Pétursey hafi verið helgað blessuðunr Pétri, en það styðst ekki við
annað en örnefnið, og er því ekki nema getgáta.
Höf. getur þess, að ég hafi rétta helgun Reykjadalskirkju, en
bætir því við, að jarðabók Árna Magnússonar geti þess, að þar hafi
verið Lúciukirkja, sem einnig styðjist mjög af örnefninu Lúciuhöfði.
En þar til er að svara, að heimildin er of ung, og að sögnin um
helgun kirkjunnar getur hæglega hafa myndast af örnefninu, jafn
hæglega og hitt, og er engin leið að taka hana fram yfir ugglausar
heimildir. Síra Tr. getur þess, að Melakirkja í Melasveit hafi verið
þessum dýrlingi helguð, eins og líka stendur í kirknaskrá minni,
en bætir því svo við, að Möðruvallaklaustur hafi átt sögu hennar,
sem að vísu er gullsatt, en þessu máli alveg óviðkomandi.
Um Skarð á Skarðsströnd þykist síra Tr. þurfa að kvarta
undan því, að ég vitni ekki i tvo tiltekna máldaga. Hinsvegar játar
hann, að niðurstaða min sé rétt. Það er vegna þess, að allt, sem
þessir máldagar, sem ég ekki vitna til, sýna, er þegar sýnt með til-
vitnunum, sem ég nota. Þetta er beinlínis i samræmi við það, sem
ég segi á bls. 29: »Ekki er heldur vitnað til tveggja staða eða flein
sama til sönnunar, þótt til séu«. Það virðist og meira en óþarfi, en
þetta hefir höf, ekki lesið.
Höf. kvartar undan þvi, að Skutulseyjar i Hraunhreppi sé ekki
getið, en það er af því, að engin gögn eru fyrir því að þar hafi