Skírnir - 01.01.1932, Qupperneq 231
Skírnirj Svar til síra Tryggva Þórhallssonar. 225
yerið kirkja. Höf. ætlast til þess, að ég fari eftir því að Jarðabók
Arna segi það munnmæli, að þar hafi verið bænhús að fornu, sem
styðjist við, að skammt frá þar sem kirkjan hafi átt að standa heiti
nú »Maríusandur«. Þetta eru eintómar getgátur og munnmæli, en
hefir ekkert gildi um fram það. »Ekki þarf að efa, hverjum það
bænhús hefir verið helgað« segir höf. En svona auðtrúa mega
rnenn ekki vera í fræðilegum efnum.
Um kirkjuna á Stað í Steingrimsfirði kvartar höf. undan því,
að ég geti ekki um nafndýrlinginn og ber það fyrir sig, að hún sé
nefnd Maríukirkja í Hítardalsbók, Vilkinsmáldaga og staðarbréfi Ög-
mundar biskups frá 1539. Þetta er beinlinis ófróm heimildameóferð
hjá sira Tr., þvi að Hitardalsbók og Vilkinsmáldagi nefna hana bæði
“Mariukirkju og allra heilagra« eins og ég hefi kallað hana, en
bréf Ögmundar kallar hana eingöngu »ecclesiam sancte Marie
uirginis«. Eftir þvi hefði auðvitað mátt álykta, ef eitt hefði verið, að
hún hefði verið Maríukirkja, en upp á móti því vegur, að máldagi
Árna biskups kallar hana allra heilagra kirkju einvörðungu. Er þá
spurningin hverjum endanum eigi að trúa, og er auðvitað ekki
snnað að gera en trúa hvorugum, því að ekki gat hún haft allt að
nafndýrlingum, bæði Mariu og alla heilaga. Hér mun höf. líklega
álykta af þvi, að María er nefnd fyrst, sem hann þó réttilega segir
uð ekki rnegi gera.
Á Stórólfshvoli vill höf. láta mig kalla Maríukirkju. Fyrir því
■eru engin gögti. »Ber fjórum máldögum sainan um, að það var
María«, segir hann og vitnar til þeirra, en heldur þar fullkomlega
ófrómlega á. í öllum fjórum máldögum er kirkjan nefnd »Maríukirkja
og hins helga (heilaga) Ólafs«. Þetta er þvi staðleysa ein. En hann
hefir fundið það, að kirkja á Hvoli er nefnd Ólafskirkja, og til þess
■að það ríði ekki i bág við þessa röngu staðhæfingu hans, »tel ég
sennilegra, að Ólafskirkjan hafi verið á Efra-Hvoli«, segir hann.
Hvað höf. »telur« röksemdalaust hefir ekkert sönnunargildi, en það,
sem ég hefi haldið fram er í samræmi við heimildirnar.
Um Teigskirkju i Fljótshlíð er enn sama, að höf. fer rangt
með. Ég tel kirkjuna nefnda jöfnum höndum eftir báðum, Maríu og
Andrési, en hann telur hana hafa verið Mariukirkju. Hann vitnar í
fjóra staði, og er hun talin Maríukirkja i þrem þeirra, en i fjórða
staðnum (D. I. VI, 331) er hún nefnd »Mariukirkja og sancte Andres«
ög í D. I. X, 596 er hún kölluð »guðs og Sancti Andriesar«. í
þennan stað vitnar höf., liggur mér við að segja, auðvitað ekki, en
allir sanna staðirnir það saman, að ég hefi sagt rétt frá, en höf.
haldið órélega á.
Tungu í Fljótum vill höf. hafa látið mig taka upp í skrá mína.
Hann vitnar þar um í 12. bindi Fornbréfasafnsins, en það kom út
Jjórum árum eftir að sá partur rits mins, er hann »ritdæmir«, birtist
15