Skírnir - 01.01.1932, Side 232
226 Svar til sira Tryggva Þórhallssonar. [Skírnir
eða 1923. Hann verður að hafa mig afsakaðan um að lesa óprentuð
rit, þegar hann sjálfur getur ekki komizt fram úr mínu riti prentuðu.
Um Velli i Hnappadal vili höf. láta mig fara eftir Bjarnar
sögu Hítdæla-kappa um að þar hafi verið kirkja, en sá staður, sem
hann vitnar i þessu til stuðnings i Fornbréfasafni (D. I. V, 407), sýnir
að þar hefir ekki verið nema vegfarakross, og trúi ég eins og aðrir
menn betur skjölum en sögum.
Um Vestmannaeyjar vill höf. láta mig geta um æfintýr úr
jarteinabók Þorláks biskups um að þar hafi verið Þorlákskirkja.
Nú er sannanlegt af máldögum, að hvergi var Þorlákskirkja í Eyjum.
Þeim verður að trúa. »En slíkrar frásagnar á ekki að láta ógetið«
segir prestur. Ég vil nú enn einu sinni undirstrika það, að ritið er
ekki þjóðsagnasafn. Hinsvegar hefði sira Tryggvi mátt geta þess,
sem mér iáðist, að Kirkjubæjarkirkja er í D.I. II, 192 nefnd Nikulásar-
kirkja, svo að hann hlýtur að vera nafndýrlingur. Höf. bætir við:
»1 þessu sambandi má geta þess, sem höf. iætur með öllu ógetið,.
að í Árók fornleifafélagsins 1913, bls. 35—41, sbr. og bls. 61 — 63,
ritar Matthías Þórðarson fornminjavörður rækilega ritgerð um Clemens-
kirkju í Vestmannaeyjum«. Þetta er með öllu rangt, þvi að þessa
er getið nákvæmlega í 1. neðanmálsgrein á bls. 43 i riti mínu. Er
þetta í miðjum þeim kafla, sem sira Tr. »ritdæmir« og sýnir það
enn, að hann hefir ekki lesið það, sem hann var að fara yfir. Um
gildi raka Matthíasar er ég honum ósammála, þvi að mér þykja
þau vera veikar likur einar.
Um Þorlákshöfn er likt að segja og um aðra staðí, þar sem
fara á eftir örnefnum, að það er ekki hægt nema komi til önnur
gögn. Það er þvi getgáta, að visu ekki ósennileg.
Höf. er og með ýmsar umkvartanir vegna Ögurskirkju og visar
til D. I. II, 655, en þar er Ögurskirkja ekki nefnd á nafn, heldur eru á
þeirri og næstu síðum eintómar Jónsbókarforsagnir. Eftir þvi virðist
höf. hafa lesið Fornbréfasafnið jafnvel og ritgerð mina.
Þar með er efnið þrotið hjá höf. Hann eyðir að vísu alllöngu
máli til þess að sanna það, sem allir vita, að af örnefnum megi
ýmislegt ráða, en hann gleymir að geta þess, eins og svo margs
annars, að þau eru fánýt nema sterkari rök komi til.
Það er þvi miður svo um síra Tryggva, að hann skortir að svo
komnu nægilega þekkingu og vandvirkni til þess að eiga við þessi
efni. Þar nægir ekki Fornbréfasafn eða prentaður stafur, nema til
komi auk kunnáttu heilbrigð skynsemi og geta til þess að koma
henni við. Þetta vantar tilfinnanlega i þennan svo nefnda »ritdóm«,
og sérstaklega vantar þar auðmýkt fræðimannsins; það er einhver
embættishroka blær á þessu. En þeini, sem guð gefur embættið, gef-
ur hann því miður ekki alltaf vitið, og stundum gæti virzt sem hann
jafnvel svifti menn þvi við það tækifæri.