Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 233
Ritfregnir.
Alexander Jóhannesson: Die Mediageminata im Islandi-
schen. Fylgir Árbók háskóla íslands 1929 — 30. Reykjavík. Rikis-
Prentsmiðjan Qutenberg. MCMXXXII.
Próf. dr. Alex. Jóhannesson er stórvirkur við ritstörfin. Áður
hafa komið út eftir hann Frumnorræn málfræði (1920), íslenzk tunga i
fornöld (1923—4), Hugur og tunga (1926), Die Suffixe im Islandisch-
en (1927) og Die Komposita im Islándischen (1929.) Og nú síðast
kemur bók, sem fjallar um tvöföld lin lokhljóð (bb, cld og gg) i ís-
lenzku máli, — tekur upp orð þau, er hafa að geyma þessi hljóð,
og skýiir uppruna þeirra, mynd og merkingu með nákvæmum
samanburði við skyld orð í íslenzku og öðrurn germönskum mál-
urn. Koma þar mörg kurl til grafar, sem almenning hefir að von-
um ekki órað fyrir, og mörg orð sett i samband hvert við annað,
sem fjarskyld virðast við fyrsta álit, en rekja má saman eftir á-
kveðnum málssögulegum reglum. Fyrir þá, sem einhverja hugmynd
hafa um »hærri« málfræði, er bókin hreinasti skemmtilestur, — svo
óvæntu Ijósi bregður hún á margt, senr að öllum jafnafi er hulið
dimmu vana og hugsunarleysis. Væri freistandi að taka hér dærni
um þetta, en það yrði of langt mál, þar eð mikilla skýringa þyrfti
við, ef almenningi ætti að verða það skiljanlegt.
Þeir einir, sem fengizt hafa eitthvað við málfræðilegar rann-
sóknir, geta gert sér i hugarlund, hvílíka feikna-elju og erfiði slík
verk kosta, og geta metið að fullu lærdóm og hugkvæmni höf-
undarins. Að vísu hafa ýmsir ritað um þetta efni áður, en viða,
uijög víða, reynir á lærdóm og getspeki höf., enda er efniviðurinn i
bók þessa að miklu leyti nýr, þ. e. tekinn úr orðabók Sigfúsar
Blöndals, en á grundvelli hennar hefir nýmálið lítt verið rannsakað
cnn sem komið er. Þetta er, sem sagt, ekkert áhlaupaverk, heldur
tekur geysi-langan tíma, ef samvizkusamlega er unnið, og það hefir
dr. Alexander gert.
Náttúrlega getur ekki hjá þvi farið, að smávægilegir ágallar
verði á svona verki, eða að sínum augum líti hver á silfrið, en að
uiinu viti eru þeir furðulega fáir á þessu riti. Hér fara á eftir nokkr-
15*