Skírnir - 01.01.1932, Síða 235
Skírnir]
Ritfregnfr.
229
handritsins, er fyrst verður vart um 1510 i eign Þorsteins Finnboga-
sonar, Jónssonar Maríuskálds, en frá Þorsteini virðist það hafa
gengið til ísleifs Sigurðssonar og frá konu hans, Þórunni á Grund,
til Jóns Magnússonar á Svalbarði, þaðan tii Staðarhóls-Páls bróður
hans og úr eign Ragnheiðar dóttur hans til Brynjólfs biskups Sveíns-
sonar, sonar hennar, er gaf það Friðriki konungi 3. árið 1656. Þá
er lýst handritinu sjálfu, og gefið yfirlit yfir efni hvers þáttar þess.
Loks er drepið á lögbækur þær, er tóku við af Grágás, og áhrif
hennar og einkenni, útgáfur hennar og þá menn nokkra, sem helzt
hafa ritað um fornlög vor. Er það mikil gleði öllum, sem fræðum
vorum unna, að þessi veglega útgáfa gengur svo hröðum fetum.
G. F.
Guðbrandur Jónsson: Moldin kallar og aðrar sögur. Reykja-
vik. Ólafur Erlingsson 1932.
Ég las þessar sögur með óblandinni ánægju. Léttur blær, góð-
látleg glettni og þó viða skyggnzt djúpt undir yfirborðið. Myndirnar
af stýrimanninum í Hamborg, Eiríki E. Harold fasteignasala frá
Saskatoon, Saskatchewan, Canada, og Eyvindi Jónssyni blaðamann-
inum gamla eru allar eftirminnilegar. Og höfundurinn á í fórum
sínum meira af skemmtilegri fyndni, hnyttnum athugasemdum og
lýsingum en tílt er hjá oss. Gæti ég trúað því, að hér væri á ferð-
inni nýtt söguskáld, sem lífgaði upp i landslaginu.
Guðni Jónsson: Bergsætt. Niðjatal Bergs hreppstjóra Stur-
laugssonar i Brattsholti. Reykjavík 1932. XVI -j- 439 bls.
Sagnfræði og ættfræði hefir verið og hlýtur að verða, höfuð-
fræðigrein vor íslendinga. Þær islenzkar bækur einar, sem um þau
efni eru ritaðar hafa náð heimsfrægð, og höfundar þeirra hafa borið
nafn lands vors um heim allan. Þegar aðrir rituðu helgisögur og
bábiljur á latneska tungu, rituðu þeir á ágæta islenzka tungu sagn-
h um forfeður sina, sagnir sem enn eru og verða dýrmætasti gim-
steinn bókmennta vorra.
Öll saga landsins um langt skeið var fyrst og fremst saga ein-
stakia ætta. Enginn getur orðið vel að sér — svo teljandi sé — um
sögu íslands t. d. 1200—1300, nema hann sé jafnframt fróður vel um
settir á þeim líma. Og þótt tímarnir hafi breytzt mjög mikið, þá
gildir þetta samt enn að nokkru.
Ýmsir fræðimenn hafa alltaf verið á landi hér. Þeir hafa ritað
áfram sögu landsins, og það er trauðla tilviljun ein, að þegar freisis-
barátta vor hefst um miðbik 19. aldar, þá eru fyrstu forvígismenn-
irnir (Fjölnismenn) frá þeim héruðum landsins, þar sem íslenzk sagn-
fræði hafði skipað öndvegi, og höfuðmaður fielsishrey.fingar vorrar